Launatöflur hjá félagsfólki Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) hjá ríkinu hækka um 1,24% frá 1. september 2025 vegna launatöfluaukans sem samið var um í síðustu kjaraviðræðum KVH (auk annarra stéttarfélaga) og ríkisins.
KVH tók virkan þátt í sameiginlegum viðræðum aðildarfélaga BHM við samninganefnd ríkisins (SNR) um útfærslu launatöfluaukans. Útfærslan á launatöfluaukanum tók breytingum í þeim viðræðum. Til dæmis verður launatöfluaukinn 90% af mismun launaþróunar á milli opinbera og almenns vinnumarkaðar á síðasta tímabili samningsins í stað 80%. KVH skrifaði undir samkomulag við ríkið 18. nóvember 2024.
Launatöfluauki
Launatöfluaukinn er ætlað að tryggja að laun ríkisstarfsmanna dragist ekki aftur úr launum á almennum markaði á samningstímanum. Ef launaskrið verður á almennum markaði leiðir það síðar til hækkana hjá ríkisstarfsmönnum í KVH. Í samkomulaginu var einnig kveðið á um svokallaðan þröskuld, þ.e. mismunurinn þurfti að vera að minnsta kosti 0,5% til að launatöfluaukinn virkjaðist.
Viðmiðunartímabil eru mæld frá desember til desember. Þau eru þrjú á samningstímabilinu:
1. Des. 2023 – des. 2024 → hækkun 1. september 2025
2. Des. 2024 – des. 2026 → hækkun 1. september 2026
3. Des. 2026 – des. 2027 → hækkun 1. september 2027
Hækkanir taka alltaf gildi ári eftir lok viðmiðunartímabils og koma til útgreiðslu mánuði síðar (t.d. 1. október 2025 fyrir fyrstu hækkunina).
Nánari upplýsingar má finna í viðauka við kjarasamning KVH og ríkisins.