Algengar Spurningar
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd sinna félagsmanna og fer með hagsmuna- og réttindavörslu fyrir þeirra hönd. Í því felst meðal annars að semja við fjármálaráðherra (f.h. ríkissjóðs), Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins um aðalkjarasamninga, auk kjarasamninga við fáein fyrirtæki sem standa utan við þessa viðsemjendur. Þá gerir KVH svonefnda stofnanasamninga fyrir félagsmenn á ríkisstofnunum, sem eru nánari útfærsla kjarasamninga á þeim vinnustöðum.
Á almenna vinnumarkaðinum gera félagsmenn einstaklingsbundna ráðningarsamninga um kjör sín, og aðstoðar KVH félagsmenn við það ef óskað er, en að öðru leyti fara réttindi og kjör þeirra eftir kjarasamningi KVH við SA. Í kjarasamningum, lögum og reglugerðum eru fjölmörg atriði sem skipta félagsmenn máli, þótt þau snúist ekki öll beinlínis um kaupliði. Þar má nefna rétt til launa í veikindum, orlofsrétt, réttindi er snerta starfs- og endurmenntun, aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað, tryggingar, fæðingarorlof og ýmsa sjóði sem hægt er að sækja styrki í.
Félagsmenn geta jafnframt leitað til KVH ef upp koma alvarleg samskiptavandamál á vinnustöðum, sem ekki hefur tekist að leysa. Þar geta verið um að ræða mál sem snerta áreitni eða einelti, fyrirhugðaða áminningu, starfsöryggi og fleira. Það er markmið KVH að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. Aðild KVH að Bandalagi háskólamanna (BHM) er mikilvægur hluti af því að þessu markmiði verði náð
Félagsaðild er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi. Fullgildir félagsmenn geta þeir orðið sem greiða félagsgjöld og hafa lokið viðurkenndu prófi í viðskiptafræði eða hagfræði eða hafa lokið annarri námsgráðu á háskólastigi sem inniheldur að lágmarki 120 ECTS einingar af viðskipta- og hagfræðigreinum. Einnig geta þeir sem lokið hafa annarri háskólagráðu og eru í starfi þar sem viðskiptafræði- eða hagfræðimenntun nýtist fengið aðild að félaginu
Bæði viðskiptafræðingar og hagfræðingar sem starfa sem slíkir, þ.e. nýta þekkingu sína og menntun í viðkomandi starfi, og eru launamenn eða sjálfstætt starfandi, geta átt félagsaðild að KVH.
Félagsgjöld KVH eru í grunninn 0,6% af launum. Að auki er innheimt lítið gjald í sjóði félagsins sem er mismunandi eftir þeim vinnumarkaði sem aðili starfar og má sjá nánar hér “redirect to mótframlag í sjóði”.
Þessi gjöld fara í starfsemi félagsins, svo sem samningaviðræður, lagalegan stuðning og skipulagsmál.
Félagsgjöld KVH eru í grunninn 0,6% af launum. Að auki er innheimt lítið gjald í sjóði félagsins sem er mismunandi eftir þeim vinnumarkaði sem aðili starfar og má sjá nánar hér “redirect to mótframlag í sjóði”.
Þessi gjöld fara í starfsemi félagsins, svo sem samningaviðræður, lagalegan stuðning og skipulagsmál.
Foreldrar eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að sex mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Foreldri er heimilt að framselja sex vikur af sjálfstæðum rétti sínum til hins foreldrisins. Heildarréttur foreldra er því 12 mánuðir.
Ef þú lendir í einhverjum vandræðum á vinnustað, svo sem ósanngjarnri meðferð eða einelti, hafðu strax samband við fulltrúa félagsins. Við veitum leiðsögn, miðlun eða jafnvel lagalega aðstoð til að leysa vandamál.
Þú getur tekið þátt með því að mæta á félagsfundi, ganga í nefndir, boða þig fram til verkefna eða bjóða þig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins. Virk þátttaka hjálpar til við að tryggja að rödd þín og félaga þinna heyrist.
Ákvarðanir félagsins svo sem upphæð félagsgjalda, kosning í stjórn eða samþykkt ársreikinga eru teknar á aðalfundi KVH. Þess utan fer stjórn félagsins með ákvörðunartöku. Allir félagar eru hvattir til að mæta á ársfund og taka þátt í starfsemi félagsins.
Verkfall á sér stað þegar félagsmenn ákveða sameiginlega að hætta vinnu til að mótmæla ósanngjörnum vinnubrögðum eða til að knýja fram kjarasamning. Verkföll eru síðasta úrræði og félagsmenn kjósa um aðgerðir.
Félagið veitir aðgang að lagalegri ráðgjöf og stuðningi vegna vinnustaðarmála, svo sem ólögmætrar uppsagnar, eineltis eða brota á ráðningarsamningi þínum. Hafðu samband við fulltrúa félagsins fyrir aðstoð.
Við hvetjum félagsfólk til að skrá sig á póstlista félagsins og fylgjast með fréttauppfærslum á heimasíðu félagsins. Félagið svarar öllum fyrirspurnum sem berast á [email protected]