Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Kjarasamningur KVH við ríkið var samþykktur
Nýr kjarasamningur Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) hins vegar, var samþykkur að félagsmönnum KVH mánudaginn 26. apríl. Gildistími samingins er frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.
Kjarasamninginn (og nýja launatöflu) má finna hér.
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning við ríkið lýkur mánudaginn 24. apríl kl. 10.
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við ríkið er hafin og stendur yfir til kl. 10 mánudaginn 24. apríl. Félagsmenn KVH geta skráð sig með rafrænum skilríkjum inn á bhm.is/kosning og greitt þar atkvæði. Samningurinn hefur verið sendur félagsmönnum sem starfar hjá ríkinu í tölvupósti.
Kosning og kynning á kjarasamningi KVH við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs
Samninganefnd KVH hefur undirritað kjarasamning við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs
Nú þurfa félagsmenn að greiða atkvæði um samninginn.
Atkvæðagreiðsla fer fram hér www.bhm.is/kosning og innskráning með rafrænum skilríkjum
Sýnishorn af kjörseðli: https://outcomesurveys.com/PreviewSurvey/f0b5941b-f5d6-4197-a656-43749220afff/f28b80eb-be8c-4049-92be-59ee632f239f
Kynning verður á Kjarasamningnum á teams fundi 18. apríl kl. 12:30.
________________________________________________________________________________
Fundur í Microsoft Teams
Tengjast í tölvunni, farsímaforritinu eða tæki herbergisins
Smelltu hér til að tengjast fundinum
Fundarkenni: 364 791 480 819
Aðgangskóði: Vi5RxN
Sækja Teams- | Tengjast á vefnum
Frekari upplýsingar | Valkostir fundar
________________________________________________________________________________
Aðalfundur 31. mars 2023
Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) verður haldinn föstudaginn 31. mars 2023, kl. 12:00 – 13:30, í aðalfundarsal BHM að Borgartúni 6, 4. hæð.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
- Reikningar félagsins
- Skýrslur og tillögur nefnda
- Tillögur félagsstjórnar
- Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalda
- Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins
- Önnur mál
Kosningar: Á þessum aðalfundi skal skv. lögum félagsins kjósa um embætti forrmanns, gjalddkera og meðstjórnenda til tveggja ára auk þriggja varamanna til eins árs. Einnig þarf að kjósa skoðunarmenn reikninga. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér með lögmætum fyrirvara til eftirfarandi embætta:
- Til formanns: Stefán Þór Björnsson
- Til gjaldkera: Helga S. Sigurðardóttir
- Til meðstjórnenda: Guðjón Hlynur Guðmundsson
Stjórn félagsins mun leggja lagabreytingatillögu fram sem sjá má hér.
- Samtöl BHM við forystufólk stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga
- Við styðjum baráttu kennara fyrir bættum kjörum
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna sem taka til einstaklinga
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna
- Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur