HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Opinn veffundur aðildarfélaga BHM um styttingu vinnuvikunnar á almennum markaði

Viðræðunefnd fjórtán aðildarfélaga BHM, sem nýlega gerðu samkomulag við Samtök atvinnulífsins um styttingu vinnuvikunnar, efnir til opins veffundar þriðjudaginn 9. mars nk. þar sem samkomulagið verður kynnt.

Umrætt samkomulag felur í sér að sérstakur viðauki bætist við kjarasamning aðila þar sem kveðið er á um breytingar á vinnutímaákvæðum samningsins. Á fundinum verður farið verður yfir hugmyndafræði samkomulagsins, útfærslur og áhrif styttingarinnar á aðra þætta kjarasamningsins.

Fundurinn hefst kl. 12:00 og er öllum opinn, smellið hér til að komast inn á hann.

Viðræðunefndina skipa:

  • Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN), formaður nefndarinnar
  • Guðfinnur Þór Newman, framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH)
  • Júlíana Guðmundsdóttir, lögfræðingur Þjónustuskrifstofu FHS

Aðildarfélögin fjórtán eru:

  • Dýralæknafélag Íslands
  • Félag íslenskra félagsvísindamanna
  • Félags íslenskra náttúrufræðinga
  • Félag lífeindafræðinga
  • Félag sjúkraþjálfara
  • Félagsráðgjafafélag Íslands
  • Fræðagarður
  • Iðjuþjálfafélag Íslands
  • Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
  • Ljósmæðrafélag Íslands
  • Sálfræðingafélag Íslands
  • Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga
  • Stéttarfélag lögfræðinga
  • Þroskaþjálfafélag Íslands

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til rafræns hádegisfundar 8. mars kl. 12–13. Yfirskrift fundarins er „Konur í kafi – kynjajafnrétti á tímum heimsfaraldurs“.

Fundur verður túlkaður á ensku.

Slóð á viðburðinn: https://us02web.zoom.us/j/85277321283

Dagskrá

  • „Bakslag eða afhúpun: Heimilislíf og jafnrétti í fyrstu bylgju Covid frá sjónarhóli mæðra“ 
    Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við HA, og Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor við menntavísindasvið HÍ.
  • „Framlínukonur á tímum Covid“
    Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
  • „Spritta, tengjast, vinna“
    Donata Honkowicz-Bukowska, grunnskólakennari og kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með íslensku sem annað mál.
  • Umræður

Fundarstjóri er Drífa Snædal, forseti ASÍ.

Viðburðurinn verður tekinn upp og aðgengilegur fljótlega eftir fundinn.

Námskeið í jákvæðum samskiptum á vinnustað

Félagsmönnum aðildarfélaga BHM býðst nú að skrá sig á hádegisfyrirlestur með Pálmari Ragnarssyni sér að kostnaðarlausu, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 12:00. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og skráning er hafin hér í viðburðadagatali .

Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti.

Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum.

Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands.

Í lokin verður boðið upp á spjall um efni fyrirlestursins.

Fyrirlesturinn verður haldinn með notkun fjarfundabúnaðar á TEAMS. Þátttakendur fá sendan hlekk á fundinn samdægurs. Gott er að vera búin að hlaða niður Teams forritinu á tölvuna, en það er einnig hægt að vera í vafra.

Á fyrirlesturinn kemst takmarkaður fjöldi, félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér í viðburðadagatali. Einnig eru félagsmenn beðnir um að afskrá sig sjái þeir sér ekki fært að horfa á fyrirlesturinn.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur