Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Nýjar úthlutunarreglur sjúkrasjóðs BHM
Nýjar úthlutunarreglur sjúkrasjóðs BHM tóku gildi nú um áramótin. Mikill viðsnúningur hefur orðið á sjóðnum á síðustu tveimur árum og því ástæða til að hækka styrki.
Helstu reglubreytingar eru:
- Líkamsræktarstyrkur hækkar úr 12.000 kr. upp í 25.000 kr. á 12 mánaða tímabili.
- Styrkur vegna meðferða á líkama og sál hækkar úr 70% af útlögðum kostnaði að hámarki 50.000 kr. upp í 75.000 kr. (engin prósenta tekin af útlögðum kostnaði) á 12 mánaða tímabili.
- Styrkur vegna tæknifrjóvgunar breytist með þeim hætti að greiddur er 125.000 kr. hámarksstyrkur á 24 mánaða tímabili (engin prósenta af útlögðum kostnaði).
- Sjóðfélagar hafa nú 24 mánuði frá fæðingardegi barns til að sækja um fæðingarstyrk í stað 12 mánaða.
- Einnig er veittur fæðingarstyrkur vegna andvana fæðingar eftir 22. viku meðgöngu og vegna fósturláts eftir 18. viku meðgöngu.
- Sjóðfélagar hafa 24 mánuði til að sækja um ættleiðingarstyrk í stað 12 mánaða.
Með batnandi stöðu sjóðsins stendur til að hækka styrki og sjúkradagpeninga enn frekar.
Hér má lesa nánar um nýjar úthlutunarreglur.
Opnunartími skrifstofu KVH
Í ljósi hertra sóttvarnarreglna sem gilda til 13. janúar nk. verður þjónusta KVH veitt í gegnum tölvupóst (kvh@bhm.is) og síma (595-5140). Lokað verður fyrir almennar heimsóknir en allir fundir verða færðir í fjarfundaform á Teams eða Zoom. Það sama gildir fyrir þjónustuver BHM.
Opnunartími skrifstofu KVH yfir jól og áramót
Milli jóla og nýárs verður þjónusta KVH veitt í gegnum tölvupóst og síma (595-5140), en skrifstofan er lokuð aðfangadag og gamlaársdag. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu verður lokað fyrir almennar heimsóknir en sjálfsagt er að halda fundi í Teams ef þörf krefur.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
- Samtöl BHM við forystufólk stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga
- Við styðjum baráttu kennara fyrir bættum kjörum
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna sem taka til einstaklinga
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna
- Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur