Kjaraviðræður við sveitarfélögin

Enn standa yfir viðræður KVH og samninganefndar Sambands ísl. sveitarfélaga (SNS).  Gangur viðræðna hefur verið ágætur síðustu daga og fá efnisatriði sem útaf standa.  Því má ætla að styttast fari í niðurstöðu sem hægt verði að bera undir atkvæði félagsmanna.  KVH mun kynna það um leið og samkomulag verður í höfn.