Dómurinn hefur fullt fordæmisgildi gagnvart kjarasamningum BHM-félaga við ríkið og Reykjavíkurborg

Að mati BHM hefur nýlegur dómur Félagsdóms í máli Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) gegn ríkinu fullt fordæmisgildi gagnvart kjarasamningum aðildarfélaga bandalagsins við ríkið og Reykjavíkurborg. Hins vegar er fordæmisgildið ekki jafn augljóst gagnvart kjarasamningum félaganna við Samband íslenskra sveitarfélaga. Málið sem um ræðir varðaði tiltekin ákvæði um orlof í kjarasamningum LFÍ og ríkisins. Í eldri kjarasamningi […]

Námskeiðið Markvissari fundir verður haldið af BHM í næstu viku

Meðfylgjandi eru upplýsingar um námskeiðið Markvissari fundir sem haldið verður í næstu viku ásamt dagskrá þess sem fram undan er.   Skrá mig á námskeiðið Markvissari fundir   Markvissari fundir Þriðjudaginn 27. apríl kl. 13:00 Fundir geta verið frábær tæki til að stýra fyrirtækjum, deildum eða einstökum verkefnum. Á námskeiðinu verður farið yfir þá lykla […]

Mörg námskeið í boði inni á bhm.is

Við minnum á fjölda námskeiða sem eru félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu inni á bhm.is. Smelltu hér til að skrá þig inn á lokaða svæðið með námskeiðunum. Hér að neðan eru nokkur dæmi um námskeið: LEAN námskeið – tilvalið ef þú þarft að draga úr áreiti og skipuleggja vinnudaginn þinn betur. PowerPoint í hnotskurn – […]

Aðalfundur KVH var haldinn fimmtudaginn 25. mars

Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga var haldinn 25. mars sl. Í fyrsta skipti í sögu félagsins var fundurinn haldinn rafrænn, en það er ánægjulegt að greina frá því að 85 félagsmenn KVH tóku þátt í fundinum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins, samþykkt reikninga og fjárhagsáætlunar, fór fram kosning í embætti. Eftirfarandi skipa […]

Starfslokanámskeið – upptaka nú aðgengileg

Upptaka af Starfslokanámskeiðinu sem haldið var fimmtudaginn 25. mars er nú aðgengileg á fræðslusíðu BHM. Hægt verður að horfa á námskeiðið til og með 3. apríl.   Kennari var Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá  Íslandsbanka.   Fjármál geta flækst til muna þegar taka lífeyris hefst. Á námskeiðinu er farið yfir atriði sem […]

Aðalfundur KVH verður haldinn 25. mars, kl 12:00 – 13:30

Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) verður haldinn fimmtudaginn 25 . mars 2021, kl. 12:00 – 13:30. Fundurinn er rafrænn en skráningarform verður sent til félagsmanna á morgun, föstudaginn 12. mars.   Dagskrá: Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári Reikningar félagsins Tillögur félagsstjórnar Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf Lagabreytingar Ákvörðun félagsgjalda […]

Fræðsluþrenna BHM í boði fyrir félagsmenn KVH

Á næstunni býður BHM upp á þrjú áhugaverð námskeið: Skráning á viðburðinn fer fram í viðburðadagatali: Jákvæð samskipti This course in Occupational Health and Safety 101  is also available in English, to sign up please e-mail [email protected]. Til að skrá þig á námskeiðið, sendu tölvupóst á [email protected]. Hlekkur á viðburðinn í viðburðadagatali: Starfslokanámskeið  

Opinn veffundur aðildarfélaga BHM um styttingu vinnuvikunnar á almennum markaði

Viðræðunefnd fjórtán aðildarfélaga BHM, sem nýlega gerðu samkomulag við Samtök atvinnulífsins um styttingu vinnuvikunnar, efnir til opins veffundar þriðjudaginn 9. mars nk. þar sem samkomulagið verður kynnt. Umrætt samkomulag felur í sér að sérstakur viðauki bætist við kjarasamning aðila þar sem kveðið er á um breytingar á vinnutímaákvæðum samningsins. Á fundinum verður farið verður yfir hugmyndafræði […]

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til rafræns hádegisfundar 8. mars kl. 12–13. Yfirskrift fundarins er „Konur í kafi – kynjajafnrétti á tímum heimsfaraldurs“. Fundur verður túlkaður á ensku. Slóð á viðburðinn: https://us02web.zoom.us/j/85277321283 Dagskrá „Bakslag eða afhúpun: Heimilislíf og jafnrétti í fyrstu bylgju Covid frá sjónarhóli mæðra“  […]

Námskeið í jákvæðum samskiptum á vinnustað

Félagsmönnum aðildarfélaga BHM býðst nú að skrá sig á hádegisfyrirlestur með Pálmari Ragnarssyni sér að kostnaðarlausu, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 12:00. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og skráning er hafin hér í viðburðadagatali . Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt […]