Skrifstofa KVH lokuð fyrir heimsóknir v/Covid-19

Skrifstofa KVH er lokuð fyrir almennar heimsóknir frá og með mánudeginum 9. ágúst vegna Covid-19. Þjónustuver BHM er einnig lokað fyrir heimsóknir. Hægt er að bóka almenna ráðgjöf og fjarfundi með því að senda póst á tölvupóstfangið [email protected] og í síma félagsins sem er 595-5140.

Dómur EFTA-dómstólsins hefur fordæmisgildi fyrir alla ríkisstarfsmenn

EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu í máli starfsmanns Samgöngustofu gegn íslenska ríkinu að sá tími sem fer í ferðalög starfsmannsins vegna vinnu hans utan hefðbundins vinnutíma teljist „vinnutími“ í skilningi tilskipunar ESB. Að mati BHM hefur niðurstaðan fordæmisgildi fyrir alla ríkisstarfsmenn sem þurfa að ferðast til útlanda vegna vinnu sinnar.   Umræddur starfsmaður Samgöngustofu […]

Sumarlokun skrifstofu KVH

Skrifstofa KVH verður lokuð frá og með 19. júlí til 9. ágúst, vegna sumarleyfa starfsmanna.   Ef erindið er mjög áríðandi má hringja í neyðarsíma KVH.

Við viljum minna á Orlofssjóð BHM

Orlofssjóður BHM (OBHM) leigir sjóðfélögum orlofshús og íbúðir, hér á landi og erlendis, auk þess að selja flugferðir, hótelgistingu, útilegukort, veiðikort og golfkort á afsláttarkjörum. Sjóðfélagar eru þeir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem vinnuveitendur greiða iðgjöld fyrir í sjóðinn. Hægt er að skrá sig á póstlista OBHM og einnig hvetjum við félagsmenn til að líka við […]

Excel námskeið vinsælast

BHM þakkar félagsmönnum aðildarfélaga fyrir frábærar viðtökur á námskeiðasíðunni sem sett var á laggirnar fyrir tæpu ári. Nú hafa yfir 2.400 félagsmenn stofnað aðgang og horft á námskeið og fyrirlestra sem þar hafa verið aðgengileg í lengri eða styttri tíma. Það er einnig óhætt að segja að föstu námskeiðin frá Tækninám.is hafi lagst vel í fólk. […]

Friðrik Jónsson er nýr formaður BHM

Friðrik Jónsson hefur verið kjörinn nýr formaður Bandalags háskólamanna til tveggja ára í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í dag. Friðrik, sem er formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, tekur við sem formaður BHM á aðalfundi bandalagsins næstkomandi fimmtudag. Hann hlaut 69,5% atkvæða í kosningunni en Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, sem einnig […]

Stofnanasamningur undirritaður við Embætti landlæknis

Þann 20. maí 2021 var undirritaður stofnanasamningur milli KVH og Embætti landlæknis. Stofnanasamningurinn tók gildi 1.1.2021 og má finna samninginn á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar en tengill á samninginn má finna hér. KVH vill þakka samningsaðilum fyrir samstarfið.

Námskeiðið Uppsagnir og áminningar verður haldið fimmtudaginn 20. maí

Uppsagnir og áminningar, réttindi og skyldur starfsfólks og atvinnurekenda – örfyrirlesturinn sem féll niður miðvikudaginn 12. maí verður haldinn á Zoom fimmtudaginn 20. maí kl. 13:00. Karen Ósk Pétursdóttir, kjara og réttindasérfræðingur BHM, flytur fyrirlesturinn.  Smellið hér á hlekkinn til þess að skrá ykkur á hann.   Örfyrirlestrarnir um einelti, kynferðislega áreitni og fjarvinnu eru […]

Námskeiðið Réttindi á vinnumarkaði verður haldið vikuna 10.-14. maí og námskeiðið Stjórnun á umrótartímum verður haldið 18. maí.

Réttindi á vinnumarkaði Örfyrirlestraröð BHM 10.-14. maí kl. 11:00 á Zoom Örfyrirlestrarnir fjalla um réttindi starfsfólks og skyldur atvinnurekenda á vinnumarkaði og vara í  um 15 mínútur, að þeim loknum verður hægt að bera fram spurningar. Fyrirlestraröðin er opin öllum en er þó sérstaklega hugsuð fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM. Mánudaginn 10. maí kl. 11:00 Einelti […]

Næstu námskeið á vegum BHM

Meðfylgjandi eru næstu námskeið sem haldin verða á vegum BHM. Launaviðtalið – þriðjudaginn 4.maí kl. 13:00-15:00 með fjarfundabúnaði á Teams. UPPBÓKAÐ. Góður undirbúningur og færni í samningatækni er lykilinn að árangri í launaviðtali. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig þátttakendur geta undirbúið sig sem best fyrir launaviðtal. Kennari er Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi hjá […]