Jafnrétti og framkoma og ræðumennska

BHM kynnir næstu þrjá viðburði á fræðsludagskrá BHM og minnum á að allir viðburðir á fræðsludagskrá eru félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu. Ómeðvituð hlutdrægni á vinnustöðum með Sóleyju Tómasdóttur, kynja- og fjölbreytileikasérfræðingi – miðvikudaginn 3. nóvember. Jafnrétti á vinnustað með Andra Val, lögmanni BHM, þriðjudaginn 9. nóvember. Framkoma og ræðumennsku með Maríu Ellingsen, leikkonu – […]
Námskeið á döfinni hjá BHM

Inni á lokuðum Námskeiðsvef BHM er nú hægt að horfa á Starfsmannasamtalið – hlið stjórnenda með Gylfa Dalmann. Fyrirlesturinn er um klukkutími og verður aðgengilegur til og með mánudeginum 25. október. Fyrirlesturinn Starfsmannasamtalið – hlið starfsmanna heldur Gylfi Dalmann í dag, miðvikudaginn 20. október, og upptaka verður aðgengileg á lokaða vefnum fram til miðvikudagins 27. […]
Starfsfólk á ekki að þurfa að eyða frídögum í sóttkví

BHM, ASÍ, BSRB, Fíh, KÍ og LÍ hafa sent sameiginlegt erindi á kjara- og mannauðssýslu ríkisins vegna réttarstöðu starfsfólks sem gert er að sæta sóttkví í orlofi sínu. Borið hefur á því að ríkisstofnanir neiti að breyta orlofsskráningu hjá starfsfólki hafi það þurft að sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda á meðan það er í sumarfríi. […]
Að gefnu tilefni

Síðastliðin ár hefur mikill fjöldi félagsmanna haft samband við skrifstofu KVH vegna greiðsluseðla í einkabanka sem þeir töldu vera frá sínu stéttarfélagi. Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga vill árétta að það sendir ekki út greiðsluseðla í einkabanka félagsmanna. Félagsgjald KVH er 0,6% af heildarlaunum og er skilað inn af vinnuveitanda fyrir hönd félagsmanns. Vinnuveitandi greiðir í […]
Næstu námskeið á vegum BHM

Fjölmenning á vinnustað – námskeið með Ingrid Kuhlmann sem haldið var þriðjudaginn 5. október er nú aðgengilegt út þriðjudaginn 12. október á Námskeiðasíðu BHM. Kynning á starfsþróunarsetri háskólamanna er einnig aðgengileg núna, bæði hér á Youtube rás BHM og á Námskeiðasíðu BHM. Rekstur smáfyrirtækja og frumkvöðlastarfsemi – fyrirlestur með Guðrúnu Björg Bragadóttir verður haldinn á […]
Stofnanasamningur undirritaður við Skattinn

Þann 1. október 2021 var undirritaður stofnanasamningur milli KVH og Skattsins. Stofnanasamningurinn tók gildi 1.10.2021 og má finna samninginn á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar en tengil á samninginn má finna hér. KVH vill þakka samningsaðilum fyrir samstarfið.
Rekstur smáfyrirtækja og frumkvöðlastarfsemi

Fyrirlestur/Námskeið Rekstur smáfyrirtækja og frumkvöðlastarfsemi Guðrún Björg Bragadóttir frá KPMG 7.október 2021 Staðsetning: Teams viðburður Tími: 13:00 – 14:00 Skráningartímabil: Opið Guðrún Björg Bragadóttir frá viðskipta- og skattasviði KPMG mun halda fyrirlestur um ýmis mál tengd bókhaldi fyrir einstaklinga sem eru í rekstri á eigin kennitölu eða hafa stofnað einkahlutafélag. Meðal þess sem hún fara yfir er: Munurinn á sjálfstætt starfandi og launþega […]
Fjölmenning á vinnustað

Fyrirlestur/Námskeið Fjölmenning á vinnustað Fyrirlesari er Ingrid Kuhlman 5.október 2021 Staðsetning: Teams viðburður Tími: 13:00 – 16:00 Skráningartímabil: 28.september – 28.september 2021 Samskipti – hindranir eða tækifæri til að læra eitthvað nýtt? Þetta er námskeið fyrir þau sem vilja bæta samskiptin og öðlast betra sjálfsöryggi á fjölmenningarlegum vinnustað. Samskipti geta verið flókin í amstri dagana. Þegar við bætast […]
BHM stendur fyrir öflugri fræðsludagskrá

Námskeið eru kynnt á haustin og í janúar á ári hverju, en í ár standa félagsmönnum að auki til boða þrjátíu rafræn námskeið frá Tækninám.is sem hægt er að nýta sér út desember mánuð. Nánari upplýsingar má finna hér.
Nýr starfsmaður KVH

Bergdís Linda Kjartansdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá KVH. Hún er með BA próf í íslensku, próf í uppeldis- og kennslufræðum og meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Bergdís hefur starfað lengi við mannauðs- og kjaramál, hjá Tollstjóra, hjá Félagi íslenskra náttúrufræðinga og hjá Hafró. Við bjóðum Bergdísi velkomna til starfa.