Stofnun þjónustuskrifstofu með SL og FHSS

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH), Stéttarfélag lögfræðinga (SL) og Félag háskóla-menntaðra starfsmanna stjórnarráðsins (FHSS) hafa sameinast um rekstur nýrrar þjónustuskrifstofu fyrir félagsfólk frá og með næstu áramótum. Þar sem hagsmunir félagsfólks þessara félaga liggur yfirleitt saman mun samvinna þeirra skapa tækifæri til að þjónusta félagsfólk enn betur. Samtals eru þessi þrjú félög með yfir 4.000 […]
Fyrirlestur um lífeyrismál og starfslok 23. nóvember kl. 16-17:30

Í samstarfi við Félag viðskipta- og hagfræðinga bjóðum við félagsfólki KVH að skrá sig á fyrirlestur um lífeyrismál og starfslok með Birni Berg. Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu á fjámálamarkaði þar sem hann stýrði meðal annars greiningardeild og fræðslumálum Íslandsbanka. Hann hefur haldið yfir 300 fyrirlestra um lífeyrismál og er höfundur bókarinnar Peningar. […]
Kjarasamningur KVH við Reykjavikur

Atkvæðagreiðslu um Kjarasamning KVH við Reykjavíkurborg lauk kl. 12:00 19. júlí. Samningurinn var samþykktur með 96% greiddra atkvæðra. Um 46% félagsmanna greiddu atkvæði um samninginn.
Kjarasamningur KVH og Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning KVH og Samband íslenskra sveitarfélaga lauk kl. 13:00 23. maí. Á kjörskrá voru 130. Atkvæði greiddu 53,85% félagsmanna á kjörskrá. Samningurinn var samþykktur með 91,43% greiddra atkvæða.
Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga undirritaður

Þann 16. maí skrifaði Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga undir kjarasamning við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga. Fyrir hönd KVH skrifuðu Birgir Guðjónsson formaður Samninganefndar KVH, Oddgeir Ottesen framkvæmdastjóri og Stefán Þór Björnsson formaður stjórnar KVH undir samninginn. Fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu Margrét Sigurðardóttir og Bjarni Ómar Haraldsson undir samninginn. Samninganefnd KVH þakkar Samninganefnd Samandsins […]
Kjarasamningur KVH við ríkið var samþykktur

Nýr kjarasamningur Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) hins vegar, var samþykkur að félagsmönnum KVH mánudaginn 26. apríl. Gildistími samingins er frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Kjarasamninginn (og nýja launatöflu) má finna hér.
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning við ríkið lýkur mánudaginn 24. apríl kl. 10.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við ríkið er hafin og stendur yfir til kl. 10 mánudaginn 24. apríl. Félagsmenn KVH geta skráð sig með rafrænum skilríkjum inn á bhm.is/kosning og greitt þar atkvæði. Samningurinn hefur verið sendur félagsmönnum sem starfar hjá ríkinu í tölvupósti.
Kosning og kynning á kjarasamningi KVH við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs

Samninganefnd KVH hefur undirritað kjarasamning við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs Nú þurfa félagsmenn að greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðsla fer fram hér www.bhm.is/kosning og innskráning með rafrænum skilríkjum Sýnishorn af kjörseðli: https://outcomesurveys.com/PreviewSurvey/f0b5941b-f5d6-4197-a656-43749220afff/f28b80eb-be8c-4049-92be-59ee632f239f Kynning verður á Kjarasamningnum á teams fundi 18. apríl kl. 12:30. ________________________________________________________________________________ Fundur í Microsoft Teams Tengjast í tölvunni, farsímaforritinu eða tæki […]
Aðalfundur 31. mars 2023

Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) verður haldinn föstudaginn 31. mars 2023, kl. 12:00 – 13:30, í aðalfundarsal BHM að Borgartúni 6, 4. hæð. Dagskrá: Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári Reikningar félagsins Skýrslur og tillögur nefnda Tillögur félagsstjórnar Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf Lagabreytingar Ákvörðun félagsgjalda Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins Önnur mál […]
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
