Rekstur smáfyrirtækja – fyrirlestur í streymi

Haldinn verður fyrirlestur í streymi á streymisveitu BHM þriðjudaginn 12. janúar kl. 13:00. Fyrirlesturinn verður aðgengilegur í fimm daga í kjölfarið á fræðslusíðu BHM, hér: Fræðsla fyrir félagsmenn*. Guðrún Björg Bragadóttir frá viðskipta- og skattasviði KPMG mun halda fyrirlestur um ýmis mál tengd bókhaldi fyrir einstaklinga sem eru í rekstri á eigin kennitölu eða […]
Opnunartími skrifstofu KVH

Skrifstofa KVH er opin sem hér segir: Mánudaga – fimmtudaga 9:00-12:00 og 13:00-16:00. Föstudaga 9:00-12:00. Öllum tölvupóstum sem berast félaginu verður svarað eins fljótt og kostur er og innan tveggja virkra daga
Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem langar að hefja eigin rekstur og úrræði fyrir atvinnulausa sem langar að stofna fyrirtæki

Stofnun fyrirtækis og frumkvöðlastarfsemi Haukur Guðjónsson frumkvöðlaþjálfi býr yfir tveggja áratuga reynslu af frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað sjö fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Nú sérhæfir hann sig í því að veita frumkvöðlum þá leiðsögn og stuðning sem þeir þurfa til að ná árangri í fyrirtækjarekstri. Bandalag háskólamanna hefur fengið Hauk til þess að […]
Tilkynning frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins 30.11.2020 varðandi yfirvinnu

Tvískipt yfirvinna tekur gildi 1. janúar 2021 hjá öllum stéttarfélögum sem sömdu þar um. Frá sama tíma mun eftirfarandi ákvæði gilda um yfirvinnu 1 og 2: Yfirvinna er greidd með tímakaupi, sem skiptist í yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2. Tímakaup yfirvinnu 1 er 0,9385% af mánaðarlaunum en tímakaup yfirvinnu 2 er 1,0385% af mánaðarlaunum. Greiðsla fyrir yfirvinnu skal vera […]
Áherslubreytingar í þjónustu Orlofssjóðs BHM til að sem flestir sjóðfélagar fái notið þeirra fríðinda sem sjóðurinn býður upp á

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur stjórn Orlofssjóðsins ákveðið að á árinu 2021 verði engar eignir teknar á leigu erlendis og þá verða aðeins leigðar fimm eignir innanlands. Auknu fé verður ráðstafað í niðurgreiðslur handa sjóðfélögum á hótelgistingu, flugfargjöldum, veiðikortum, útilegukortum og ýmsum gjafabréfum. Eftirspurn eftir slíkum niðurgreiðslum, s.s. hótelmiðum og flugávísunum, hefur jafnan verið mun meiri en […]
Fylgjumst með því að desemberuppbót skili sér

Í öllum kjarasamningum aðildarfélaga BHM við aðila vinnumarkaðarins er ákvæði um persónuuppbót sem í daglegu tali er einnig kölluð desemberuppbót. Desemberuppbótin er föst krónutala og miðast við fullt starf, en breytist í samræmi við starfshlutfall og starfstíma einstaklings á árinu. Desemberuppbótina skal greiða út 1. desember hjá ríkinu og sveitarfélögunum en 15. desember í síðasta […]
Tillaga um breytt aðildargjöld samþykkt á aukaaðalfundi BHM með yfirgnæfandi meirihluta

Aðildargjöldin framvegis blanda af föstu gjaldi á hvern félagsmann og hlutfalli af heildarlaunum Ragnar H. Hall lögmaður stýrði fundinum. Tillaga um breytt aðildargjöld til BHM var samþykkt á aukaaðalfundi bandalagsins sem haldinn var í dag í gegnum fjarfundabúnað. Með samþykktinni verður breyting á útreikningi gjaldanna. Í stað þess að miða eingöngu við fast hlutfall heildarlauna verður […]
Skrifstofa KVH verður lokuð fimmtudaginn 26. nóvember frá 12:00 – 16:00 vegna aukaaðalfundar BHM

Kennslumyndband í Trello er nú aðgengilegt á fræðslusíðu BHM og Trello framhaldsnámskeið verður haldið í byrjun desember

Trello- fyrstu skrefin, kennslumyndband hjá BHM Í tvær vikur frá og með föstudeginum 20. nóvember verður kennslumyndband í Trello aðgengilegt hér á fræðslusíðu félagsmanna BHM. Þetta er myndband þar sem Logi Helgu, tölvunarfræðingur og ScrumMaster hjá Marel, fer yfir fyrstu skrefin. Í myndbandinu er farið yfir hvernig á að stofna Trello reikning, setja upp verkefnaborð, […]