KVH sendir ekki út kröfur í heimabanka vegna félagsgjalda

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) vill vekja athygli á því að félagið er sjálfstætt stéttarfélag, ótengt Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) sem er fagfélag um viðskipti og hagfræði.

Nýlega hafa margir félagsmenn okkar fengið greiðslukröfu í heimabanka frá FVH en haft samband við okkur í kjölfarið. Þessar kröfur tengjast ársgjaldi FVH (11.900 kr.) og eru ekki frá KVH. Félagsgjöld KVH eru ávallt innheimt í gegnum launagreiðendur og engar kröfur frá okkur eru sendar út í heimabanka félagsmanna.

Við hvetjum félagsmenn KVH til að snúa sér beint til FVH ef spurningar vakna vegna krafa frá því félagi.