Kjarasamningur KVH við ríkissjóð, sem undirritaður var þ. 28. maí s.l., var samþykktur í atkvæðagreiðslu þeirra félagsmanna sem undir hann heyra og lauk að miðnætti.
Meirihluti félagsmanna aðildarfélaga BHM eða 61,9% samþykkti nýgerðan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Um er að ræða 15 aðildarfélög.
Svarhlutfall var tæp 65% hjá félagsmönnum KVH. Þeir sem sögðu já voru 74,3,%, nei sögðu 19,3%, en 6,3% skiluðu auðu.
Gildistími þessa nýja samnings er frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015.
Launatafla hækkar og breytist, að meðaltali um 3,6%. Desemberuppbót á árinu 2014 verður 73.600 og orlofsuppbót árið 2014 verður 39.500. Aðilar hefja viðræður í kjölfar gildistöku samnings þessa bæði um sameiginleg mál og sérmál aðildarfélaga.
Samningurinn og ný launatafla verða birt hér á vefsíðu KVH undir „Kaup og kjör“.
Á eftirfarandi tengli má einnig skoða samninginn og þá nýju launatöflu sem honum fylgir; sjá hér.