Greitt hefur verið úr vísindasjóði KVH

Greitt var úr vísindasjóði KVH miðvikudaginn 16. febrúar 2022. Ef einhver átti rétt á greiðslu úr sjóðnum en af einhverjum ástæðum fékk ekki greitt má endilega hafa samband við skrifstofu KVH í síma 595-5140 eða á netfangið: [email protected]
Samkomulag við samninganefnd sveitarfélaga (SNS) varðandi bókun 3

Þann 1. febrúar 2022 var gengið frá samkomulagi við samninganefnd sveitarfélaga um útfærslu á bókun 3 í kjarasamningi SNS og KVH frá árinu 2020. Samkomulagið felur í sér hækkun á grunnröðun ásamt fækkun starfaflokka. Samkomulagið gildir frá 1. febrúar 2022. Bókun 3 má sjá hér að neðan: Aðilar eru sammála um að verja allt að […]