Úrval gistimiða á fleiri hótelum

Orlofssjóður BHM býður sjóðfélögum upp á úrval gistimiða á sérstökum kjörum. Öll sala á gistimiðum fer fram á orlofsvefnum (bhm.fritimi.is), með því að smella á Kort og gjafabréf. Hver einstaklingur getur keypt fimm miða og hefst sala á þeim fimmtudaginn 11. júní kl. 12:00 á hádegi. Boðið verður upp á 1000 miða í hverjum miðaflokki. […]