Þrenna í boði BHM

Samkomulag um breytingu á kjarasamning KVH og OR samþykkt

Samkomulag um breytingu á kjarasamning milli Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Orkuveitu Reykjavíkur náðist þriðjudaginn 24. mars 2020. Samningurinn fór í rafræna kynningu og atkvæðagreiðslu á Mínum síðum BHM hjá félagsmönnum sem samþykktu breytingarnar með meirihluta atkvæða. Gildistími samningsins er 1. apríl 2019 til 31. október 2022.
Ábendingar um brot á starfsmönnum í lægra starfshlutfalli

Dæmi eru um að atvinnurekendur hafi lækkað starfshlutfall starfsmanna en krefjist vinnuframlags umfram hið nýja hlutfall. Ábendingar um þetta hafa borist BHM og BSRB, sem og aðildarfélögum bandalaganna. Þetta gengur þvert gegn lagabreytingum sem Alþingi gerði nýverið til að auðvelda atvinnurekendum að halda starfsfólki og koma í veg fyrir uppsagnir vegna þeirra aðstæðna sem skapast […]