Breytingar á úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs og Styrktarsjóðs

Stjórnir Sjúkrasjóðs BHM og Styrktarsjóðs BHM breyttu á dögunum úthlutunarreglum sjóðanna til að laga rekstur þeirra að breyttum aðstæðum. Helstu breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BHM tóku gildi frá og með 29. mars 2019 og eru eftirfarandi: Styrkur vegna tannviðgerða er nú 20% af kostnaði umfram kr. 120.000. Hámarksstyrkur er kr. 200.000 á 12 mánaða tímabili. […]