Reykjavíkurborg dæmd vegna ólögmætrar áminningar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þ. 5.júní s.l. Reykjavíkurborg til að greiða fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur miskabætur, samhliða því að felld var úr gildi skrifleg áminning sem Reykjavíkurborg hafði veitt fjármálastjóranum í starfi. Málið (E-3132/2017) er athyglisvert fyrir margra hluta sakir, ekki hvað síst vegna ámælisverðra stjórnunarhátta og framgöngu skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Kveður dómari fast að orði […]