Ársfundur LSR og LH

Ársfundur LSR og LH verður haldinn miðvikudaginn 23. maí nk. kl. 15:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum. Dagskrá fundar: Skýrslur stjórna LSR og LH Ársreikningar 2017 Fjárfestingarstefna Tryggingafræðilegar úttektir Skuldbindingar launagreiðenda Breytingar á samþykktum Önnur mál.