Kjarasamningur við Rarik

KVH og fimm önnur félög háskólamanna, þ.e. verkfræðinga, tæknifræðinga, FÍN, SBU og Fræðagarðs, undirrituðu nýjan kjarasamning við Rarik ohf., fimmtudaginn 12. nóv.sl. með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Sameiginleg atkvæðagreiðsla um samninginn stendur nú yfir. Samningurinn hefur verið kynntur viðkomandi félgsmönnum, en hann er með gildistíma til ársloka 2018 og er að mestu leyti í samræmi við […]
Kjarasamningur KVH við ríkið samþykktur

Niðurstaða liggur nú fyrir í atkvæðagreiðslu félagsmanna KVH á ríkisstofnunum, um Samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings KVH og fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, sem undirritað var þ. 10.nóv. s.l. Niðurstaðan er afgerandi: Alls greiddu 382 félagsmenn atkvæði og var svarhlutfall 82,3%. Já sögðu 367, eða 96,1%. Nei sögðu 10, eða 2,6%. Fimm skiluðu auðu, eða 1,3% […]