Námslán og skuldir heimila

Formaður BHM sendi í dag, 3. des., eftirfarandi tilkynningu til fjölmiðla: „BHM, heildasamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði, leggur áherslu á að skuldir vegna námslána séu jafnan metnar til jafns við aðrar skuldir heimila þegar mótaðar eru aðgerðir til að létta skuldir landsmanna. Í tilefni af kynningu á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána setur BHM fram eftirfarandi kröfur: […]