Vísitala launa 2012

Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hækkuðu laun á íslenskum vinnumarkaði um 7,4% milli áranna 2011 og 2012, miðað við ársmeðaltal vísitölu launa. Þá hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 7,8% að meðaltali, en laun opinberra starfsmanna um 6,6%. Í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins frá árinu 2011 var kveðið á um hækkun launa um 3,5% á fyrsta ársfjórðungi […]