Launaupplýsingar og efnahagsforsendur

Í júní mánuði undirrituðu heildarsamtök launafólks og vinnuveitenda ásamt stjórnvöldum samkomulag er felur í sér að sett verður á stofn samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Markmiðið er að bæta þekkingu og vinnubrögð við undirbúning kjarasamninga og auka skilvirkni við gerð þeirra. Samstarf verður haft við Hagstofu Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Seðlabankann og aðra eftir […]
Starfsreglur Styrktarsjóðs BHM

Frá 1. júlí s.l. breyttust starfsreglur Styrktarsjóðs BHM lítilsháttar þannig að í grein 4.a var felld út setning þess efnis að sjúkradagpeningar greiðist ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa. Megin atriðið er eftir sem áður að sjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga í allt að 9 mánuði samanlagt vegna veikinda eða slysa sjóðfélaga, þegar veikindarétti samkvæmt kjarasamningum sleppir. Félagsmenn […]