Atvinnuleysisbætur

Einstaklingar sem sagt hafa upp störfum eða verið sagt upp störfum geta sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun. Þú sækir um atvinnuleysisbætur fyrsta daginn sem þú ert atvinnulaus að fullu eða hluta og atvinnuleit hefst. Sem umsækjandi getur þú í fyrsta lagi fengið greiddar atvinnuleysisbætur frá og með þeim degi sem þú getur hafið störf og staðfestir og sendir umsókn þína. Frekari upplýsingar um atvinnuleysisbætur má finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Atvinnuleit

Hægt er að fá aðstoð Vinnumálastofnunar við atvinnuleit án þess að vera á atvinnuleysisbótum. Frekari upplýsingar um það má finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Ýmsar ráðningastofur eru með virkar heimasíður þar sem hægt er að sækja um störf og má þar sem dæmi nefna Capacent, og Hagvangur. Öll störf hjá ríkinu eru auglýst á Starfatorgi. en einnig má finna mikinn fjölda starfa á vefsíðu Alfreð (sem einnig er í boði sem smáforrit), mbl.is og Vísi.

 

Einnig má benda á að starfsfólk skrifstofu KVH er ávallt tilbúið til að aðstoða félagsmenn sína eins og mögulegt er þegar kemur að atvinnuleit, undirbúning fyrir atvinnuviðtal/launaviðtal, við gerð ráðningarsamnings o.fl.

 

 

Share This