Þjónusta

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga  sér um að gera kjarasamninga  fyrir hönd sinna félagsmanna og fer með hagsmuna- og réttindavörslu fyrir þeirra hönd.  Í því felst meðal annars að semja við fjármálaráðherra (f.h. ríkissjóðs),  Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins um aðalkjarasamninga, auk kjarasamninga við fáein fyrirtæki sem standa utan við þessa viðsemjendur.

Þá gerir KVH svonefnda stofnanasamninga fyrir félagsmenn á ríkisstofnunum, sem eru nánari útfærsla kjarasamninga á þeim vinnustöðum.

Á almenna vinnumarkaðinum gera félagsmenn einstaklingsbundna ráðningarsamninga um kjör sín, og aðstoðar KVH félagsmenn við það ef óskað er, en að öðru leyti fara réttindi og kjör þeirra eftir kjarasamningi KVH við SA.

Í kjarasamningum, lögum og reglugerðum eru fjölmörg atriði sem skipta félagsmenn máli, þótt þau snúist ekki öll beinlínis um kaupliði. Þar má nefna rétt til launa í veikindum, orlofsrétt, réttindi er snerta starfs- og endurmenntun,  aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað, tryggingar, fæðingarorlof og ýmsa sjóði sem hægt er að sækja styrki í.

Félagsmenn geta jafnframt leitað til KVH ef upp koma alvarleg samskiptavandamál á vinnustöðum, sem ekki hefur tekist að leysa. Þar geta verið um að ræða mál sem snerta áreitni eða einelti, fyrirhugðaða áminningu, starfsöryggi og fleira.

Það er markmið KVH að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og  hagsmunagæslu á hverjum tíma.  Aðild KVH að Bandalagi háskólamanna (BHM) er mikilvægur hluti af því að þessu markmiði verði náð.

 

Share This