Fréttasafn
Opnunartími skrifstofu KVH
Skrifstofa KVH er opin sem hér segir: Mánudaga – fimmtudaga 9:00-12:00 og 13:00-16:00. Föstudaga 9:00-12:00. Öllum tölvupóstum sem berast félaginu verður svarað eins fljótt og kostur er og innan tveggja virkra daga
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem langar að hefja eigin rekstur og úrræði fyrir atvinnulausa sem langar að stofna fyrirtæki
Stofnun fyrirtækis og frumkvöðlastarfsemi Haukur Guðjónsson frumkvöðlaþjálfi býr yfir tveggja áratuga reynslu af frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað sjö fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Nú sérhæfir hann sig í því að veita frumkvöðlum þá leiðsögn...
Tilkynning frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins 30.11.2020 varðandi yfirvinnu
Tvískipt yfirvinna tekur gildi 1. janúar 2021 hjá öllum stéttarfélögum sem sömdu þar um. Frá sama tíma mun eftirfarandi ákvæði gilda um yfirvinnu 1 og 2: Yfirvinna er greidd með tímakaupi, sem skiptist í yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2. Tímakaup yfirvinnu 1 er 0,9385% af...
Áherslubreytingar í þjónustu Orlofssjóðs BHM til að sem flestir sjóðfélagar fái notið þeirra fríðinda sem sjóðurinn býður upp á
Vegna kórónuveirufaraldursins hefur stjórn Orlofssjóðsins ákveðið að á árinu 2021 verði engar eignir teknar á leigu erlendis og þá verða aðeins leigðar fimm eignir innanlands. Auknu fé verður ráðstafað í niðurgreiðslur handa sjóðfélögum á hótelgistingu,...
Fylgjumst með því að desemberuppbót skili sér
Í öllum kjarasamningum aðildarfélaga BHM við aðila vinnumarkaðarins er ákvæði um persónuuppbót sem í daglegu tali er einnig kölluð desemberuppbót. Desemberuppbótin er föst krónutala og miðast við fullt starf, en breytist í samræmi við starfshlutfall og starfstíma...
Tillaga um breytt aðildargjöld samþykkt á aukaaðalfundi BHM með yfirgnæfandi meirihluta
Aðildargjöldin framvegis blanda af föstu gjaldi á hvern félagsmann og hlutfalli af heildarlaunum Ragnar H. Hall lögmaður stýrði fundinum. Tillaga um breytt aðildargjöld til BHM var samþykkt á aukaaðalfundi bandalagsins sem haldinn var í dag í gegnum fjarfundabúnað....
Skrifstofa KVH verður lokuð fimmtudaginn 26. nóvember frá 12:00 – 16:00 vegna aukaaðalfundar BHM
Kennslumyndband í Trello er nú aðgengilegt á fræðslusíðu BHM og Trello framhaldsnámskeið verður haldið í byrjun desember
Trello- fyrstu skrefin, kennslumyndband hjá BHM Í tvær vikur frá og með föstudeginum 20. nóvember verður kennslumyndband í Trello aðgengilegt hér á fræðslusíðu félagsmanna BHM. Þetta er myndband þar sem Logi Helgu, tölvunarfræðingur og ScrumMaster hjá Marel, fer yfir...
Þegar karlar stranda – og leiðin í land, fyrirlestur og umræður með Sirrýju Arnardóttur
BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna að hlýða á fyrirlestur Sirrýjar Arnardóttir Þegar karlar stranda – og leiðin í land í streymi á streymissíðu BHM þann 12. nóvember næstkomandi kl. 15:00. Í kjölfarið vera umræður á Teams um efni bókarinnar og bjargráð. Sirrý...
Skrifstofa KVH lokuð fyrir almennar heimsóknir í ljósi hertra samgöngutakmarkana
Í ljósi hertra samgöngutakmarkana sem tóku gildi á miðnætti verður skrifstofa KVH lokuð fyrir almennar heimsóknir frá og með mánudeginum 5. október.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu vegna samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamning KVH við RÚV
Samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga við Ríkisútvarpið ohf. (RÚV) var undirritaður miðvikudaginn 30. september 2020. Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram í kjölfarið þar sem félagsmenn samþykktu breytingarnar...