Fréttasafn
Kjarasamningur KVH og Reykjavíkurborgar var samþykktur
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning KVH og Reykjavíkurborgar lauk kl. 12:00 19. júlí. Atkvæði greiddu 46% félagsmanna á kjörskrá. Samningurinn var samþykktur með 94% greiddra atkvæða.
Sumarlokun skrifstofu KVH
Skrifstofa KVH verður lokuð vegna sumarleyfa frá 19. júlí til 8. ágúst. Við bendum félagsmönnum okkar á að þeir geta sent tölvupóst á netfangið kvh@kjarafelag.is sem verður svarað eins fljótt og auðið er.
Kjarasamningur KVH og Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning KVH og Samband íslenskra sveitarfélaga lauk kl. 13:00 23. maí. Á kjörskrá voru 130. Atkvæði greiddu 53,85% félagsmanna á kjörskrá. Samningurinn var samþykktur með 91,43% greiddra atkvæða.
Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga undirritaður
Þann 16. maí skrifaði Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga undir kjarasamning við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga. Fyrir hönd KVH skrifuðu Birgir Guðjónsson formaður Samninganefndar KVH, Oddgeir Ottesen framkvæmdastjóri og Stefán Þór Björnsson...
Kjarasamningur KVH við ríkið var samþykktur
Nýr kjarasamningur Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) hins vegar, var samþykkur að félagsmönnum KVH mánudaginn 26. apríl. Gildistími samingins er frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024....
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning við ríkið lýkur mánudaginn 24. apríl kl. 10.
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við ríkið er hafin og stendur yfir til kl. 10 mánudaginn 24. apríl. Félagsmenn KVH geta skráð sig með rafrænum skilríkjum inn á bhm.is/kosning og greitt þar atkvæði. Samningurinn hefur verið sendur félagsmönnum sem starfar hjá ríkinu í...
Kosning og kynning á kjarasamningi KVH við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs
Samninganefnd KVH hefur undirritað kjarasamning við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs Nú þurfa félagsmenn að greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðsla fer fram hér www.bhm.is/kosning og innskráning með rafrænum skilríkjum Sýnishorn af kjörseðli:...
Aðalfundur 31. mars 2023
Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) verður haldinn föstudaginn 31. mars 2023, kl. 12:00 – 13:30, í aðalfundarsal BHM að Borgartúni 6, 4. hæð. Dagskrá: Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári Reikningar félagsins Skýrslur og...