Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Ný stefnumótun BHM
Á aðalfundi BHM, sem haldinn var þann 17. maí 2013, var samþykkt ný stefna BHM í menntamálum, launamálum, jafnréttismálum, lífeyrismálum og málefnum stúdenta og LÍN. Fundurinn var fjölmennur og áhugaverð erindi haldin, m.a. af Rögnu Árnadóttur, fyrrv.ráðherra og núverandi aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar, um samráðsvettvang um aukna hagsæld á Íslandi. Á vefsíðu BHM má lesa þessa nýju stefnu BHM, auk ávarps formanns BHM, Guðlaugar Kristjánsdóttur.
Aðalfundur BHM 17. maí
Aðalfundur BHM verður haldinn 17. maí n.k. Athygli félagsmanna KVH er vakin á því að dagskrá aðalfundar BHM er opin frá kl.9:00-12:00. Með erindi verða þau Rasmus Conradsen, frá Akademikerne í Danmörku sem kynnir „Videnpilot“ verkefnið og árangur þess og Ragna Árnadóttir, formaður samráðsvettvangsins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar sem fjallar um Samráðsvettvang um aukna hagsæld á Íslandi. Auk þess mun Ævar Þórólfsson, sérfræðingur hjá Maskínu fjallar um Kjarakönnun BHM. Fundurinn verður haldinn í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 4. hæð. Nánari upplýsingar um fundinn og dagskrá hans er að finna á heimasíðu BHM.
Orlofshús í sumar
Orlofssjóður minnir þá félagsmenn sem fengu synjun eða hafa ekki bókað sumarhús í sumar að á morgun, 23. apríl, rennur út forgangur á bókunum fyrir þá sem fengu synjun við sumarúthlutun. Enn er eitthvað af lausum vikum eftir. Aðeins er leyfilegt að leigja eina viku í forgangi.
Bókun fer fram á bókunarvefnum: https://secure.bhm.is/orlofsvefur/Account/Login. Þar þarf að slá inn kennitölu og veflykil. Þegar komið er inn á Bókunarvefinn skal velja „laust“ og svo það landsvæði sem hentar. Bókað er með því að smella á dagana og greitt með kreditkorti.
Þann 24 apríl kl. 15. geta svo allir félagsmenn BHM aðildarfélaga bókað. Frá þeim tíma er líka hægt að bóka vikurnar 7-14/6 og 23-30/8 á flestum svæðum. Nánari upplýsingar gefur Margét Þórisdóttir, fulltrúi Orlofssjóðs (s: 595 5112).
Meðallaun á árinu 2012
Hagstofa Íslands hefur birt upplýsingar úr launarannsókn sinni um laun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði fyrir árið 2012. Þar kemur m.a. fram að regluleg laun voru 402 þúsund krónur að meðaltali á síðasta ári. Regluleg laun fullvinnandi karla voru 436 þúsund krónur að meðaltali á mánuði, en kvenna 367 þúsund krónur. Þá voru regluleg laun á almennum vinnumarkaði 423 þúsund krónur að meðaltali á mánuði, en 378 þúsund krónur hjá opinberum starfsmönnum.
Heildarlaun fullvinnandi voru að meðaltali 488 þúsund á mánuði, og voru karlar með 548 þúsund að meðaltali í heildarlaun, en konur með 425 þúsund krónur. Hæstu reglulegu launin voru greidd í fjármála- og vátryggingastarfsemi, og hjá veitum. Nánari upplýsingar má sjá á vef Hagstofunnar.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur