Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Námslán og skuldir heimila
Formaður BHM sendi í dag, 3. des., eftirfarandi tilkynningu til fjölmiðla:
„BHM, heildasamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði, leggur áherslu á að skuldir vegna námslána séu jafnan metnar til jafns við aðrar skuldir heimila þegar mótaðar eru aðgerðir til að létta skuldir landsmanna. Í tilefni af kynningu á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána setur BHM fram eftirfarandi kröfur:
1. Að fyrirhuguðum tekjum ríkissjóðs af skatti á fjármálafyrirtæki verði jafnframt varið til niðurgreiðslu námslána, enda samanstandi verðtryggðar skuldir heimilanna af húsnæðis- og námslánum. Þannig sé tryggt að forsendubrestur vegna verðtryggingar sem stjórnvöld hyggjast leiðrétta nái til allra sem fyrir honum urðu.
2. Að skattfrelsi séreignasparnaðar vegna niðurgreiðslu húsnæðislána nái jafnframt til námslána, enda sé í báðum tilfellum um að ræða verðtryggða lántöku vegna langtímafjárfestingar.“
Sjóðfélagar í Styrktarsjóði eða Sjúkrasjóði BHM athugið!
Umsóknir og gögn sem miðast við almanaksárið 2013 þurfa að berast/vera póstlögð í síðasta lagi 9. desember næstkomandi. Sama gildir um gögn vegna umsókna sem þegar hafa borist.
Styrkumsóknir eru afgreiddar í hverjum mánuði. Umsóknir og fullnægjandi gögn sem berast í síðasta lagi 9. eru greiddar út 24.-26. dag sama mánaðar. Umsóknir eru sendar inn með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður BHM. Nálgast má úthlutunarreglur á heimasvæði sjóðanna.
Nánari upplýsingar gefa fulltrúar sjóðanna: Ingunn Þorsteinsdóttir vegna Styrktarsjóðs (opinberir starfsmenn): Sími 595-5111 Gissur Kolbeinsson vegna Sjúkrasjóðs (starfsmenn á almennum markaði): Sími 595-5120
Veruleg fjölgun félagsmanna KVH
Félagsmönnum KVH hefur fjölgað talsvert á þessu ári og er fjöldi þeirra kominn á annað þúsund, í fyrsta sinn í sögu Kjarafélagsins. Aukningin er mest hjá félagsmönnum sem starfa á almenna vinnumarkaðinum, en þeir teljast nú vera um þriðjungur félagsmanna, en ríkisstarfsmenn eru hins vegar ríflega helmingur félagsmanna. Þetta er ánægjuleg þróun og styrkir félagið í að gæta hagsmuna félagsmanna og veita góða þjónustu.
Áherslur KVH í komandi kjaraviðræðum
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga leggur megináherslu á aukinn kaupmátt í komandi kjarasamningum. Kaupmáttaraukning er háð mörgum þáttum. Sumir þessara þátta eru samningsatriði í kjarasamningum, en aðrir háðir ákvörðunum ríkisvalds, sveitarfélaga og ytri aðstæðna annarra. Mikilvægt er að samhliða því sem samið verður um hækkun kaupliða kjarasamninga verði ráðstafanir í ríkisfjármálum og efnahagsmálum almennt með þeim hætti að ekki leiði til kaupmáttarrýrnunar. Hér er mikilvægast að búa við efnahagslegan stöðuleika, til að stuðla að lágum vöxtum og aukinni fjárfestingu.
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga bendir á að laun háskólamanna hjá ríki og sveitarfélögum hafa hækkað mun minna á síðustu árum en laun á almennum vinnumarkaði og vísitala kaupmáttar launafólks hefur enn ekki náð því stigi sem var á árinu 2006. Þá hafa launalækkanir sem Reykjavíkurborg, nokkur sveitarfélög og ýmsar ríkisstofnanir gripu til tímabundið á árinu 2009, ekki verið teknar til baka. Þessu verður að snúa við og meta verðgildi háskólamenntunar að verðleikum.
Ljóst er að sum svið atvinnulífsins hafa getað hækkað laun umfram verðlagsþróun og án þess að velta launahækkunum út í verðlag. Sama á við um laun opinberra starfsmanna, en launahækkanir þeirra eiga heldur ekki að hafa áhrif á verðlagshækkanir. Því verður að andmæla þeim fullyrðingum sem heyrst hafa að undanförnu frá viðsemjendum að launahækkanir leiði einungis til aukinnar verðbólgu og minni kaupmáttar. Svo er auðvitað ekki.
Mótmæla verður áformum Reykjavíkurborgar að hækka gjaldskrár margvíslegrar þjónustu langt umfram verðlagsþróun, en ef þau ná fram að ganga munu þau hafa áhrif ekki aðeins á ráðstöfunartekjur heldur á vísitölu neysluverðs og þar með hækka verðtryggðar skuldir heimilanna.
Mikil óvissa ríkir enn um stöðu efnahagsmála, gengisþróun og atvinnustig. Þess vegna er mikilvægt að ríkisstjórnin skýri hvað hún ætlast fyrir þannig að hægt verði að meta forsendur nýrra kjarasamninga.
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga vinnur nú að því að móta sértækar kröfugerðir vegna komandi kjarasamninga og mun kynna þær viðsemjendum við upphaf samningaviðræðna.
- Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks fundar um heilbrigðismál
- Samtöl BHM við forystufólk stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga
- Við styðjum baráttu kennara fyrir bættum kjörum
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna sem taka til einstaklinga
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur