Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Aðalfundur KVH
Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 27. mars 2014, kl. 16:00 í Borgartúni 6, 3. hæð, Reykjavík.
Dagskrá, samkvæmt lögum félagsins:
- Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
- Reikningsskil
- Skýrslur og tillögur nefnda
- Tillögur félagsstjórnar
- Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf
- Kosninga skoðunarmanna
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalda
- Önnur mál
Lögð verður fram til afgreiðslu tillaga um lagabreytingar. Tillöguna má sjá á vefsíðu KVH, www.kjarafelagvh.is, undir flipanum: Um KVH / Aðalfundir KVH.
Fundur í Háskólabíói 13. mars !
BHM boðar til fundar um stöðuna í kjaramálum í Háskólabíói fimmtudaginn 13. mars, kl. 15.
Fjármálaráðherra, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarstjóri hafa verið boðnir á fundinn og er gert ráð fyrir að þeir ávarpi fundargesti og taki þátt í samræðum á fundinum við fulltrúa BHM um kjaramálin.
Félagsmenn KVH sem starfa hjá hinu opinbera eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og sýna samstöðu !
Kjarakönnun BHM – taktu þátt !
Bandalag háskólamanna gengst nú í annað sinn fyrir rafrænni kjarakönnun sem ætlað er að gefa yfirgripsmikla mynd af kjaramálum félagsmanna.
Í aðdraganda kjaraviðræðna hefur notagildi fyrstu kjarakönnunar sannað sig svo um munar, enda vakti góð þátttaka í henni verðskuldaða athygli. Félagsmenn KVH eru eindregið hvattir til að taka þátt í þessari árlegu könnun og leggja þannig sitt af mörkum til að markmið hennar nái fram að ganga. Kjarahluti könnunarinnar er nú bæði styttri og einfaldari en í fyrra. Nú leitar BHM einnig til sinna félaga um álit á ýmsu sem snerta starf, stefnu og þjónustu BHM.
Markmið þessarar árlegu könnunar BHM eru að:
• veita yfirsýn yfir launakjör háskólamenntaðra og fylgjast með þróun launa þeirra, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði,
• leggja grunn að gagnvirkri upplýsingaveitu fyrir félagsmenn um launakjör og launasamanburð
• veita aðildarfélögunum mikilvægar upplýsingar til að byggja á við gerð samninga um kaup og kjör.
Þátttaka í kjarakönnun er mikilvægt framlag félagsmanna og eftir því sem gagnasöfnun vindur fram aukast möguleikar BHM og aðildarfélaga til þjónustu við félagsmenn. Beiðni um þátttöku mun berast félagsmönnum í tölvupósti í þessari viku, en það er rannsóknarfyrirtækið Maskína sem sér um framkvæmd könnunarinnar. Rétt er að ítreka að farið verður með öll gögn sem trúnaðarupplýsingar. Gott er að hafa skattframtal auk launaseðla fyrir desember 2013 og febrúar 2014 við höndina þegar könnuninni er svarað. Ef spurningar vakna varðandi könnunina má hafa samband í gegnum netfangið bhm@bhm.is.
Sumarhús erlendis
Umsóknarfrestur um orlofshús erlendis rennur út á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Félagsmenn sem áhuga hafa á þeim orlofskostum eru hvattir til að sækja um í tíma. Umsóknir eru sendar inn rafrænt í gegnum Bókunarvef Orlofssjóðs BHM.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur