Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Námskeiðið Seigla/streita – vinur í raun verður haldið miðvikudaginn 16. febrúar
Smelltu hér til að skrá þig á fyrirlesturinn
Seigla/streita – vinur í raun?
Miðvikudaginn 16. febrúar kl. 13:00-14:00 á Teams
Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir, fer yfir hvað streita er, hvernig hún gagnast okkur og hvenær hún hættir að vera gagnleg.
Undið er ofan af ranghugmyndum um streitu og hvaða áhrif hún hefur á seiglu okkar. Með nýrri sýn og meiri skilningi á streitu eykst streituþol.
Kristín segir jafnframt frá seiglu- og streituráðum sínum, sem hún kallar H-in til heilla.
Fyrirlesturinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga BHM þeim að kostnaðarlausu, en skráning er nauðsynleg.
Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.
Miðvikudaginn 16. febrúar 13:00-14:00 í Ás og á Teams.
Jákvæð karlmennska og jafnrétti – Hádegisfyrirlestur mánudaginn 31. janúar á Teams
Jákvæð karlmennska og jafnrétti
Hádegisfyrirlestur mánudaginn 31. janúar á Teams
Hvernig og hvers vegna styður jákvæð karlmennska við jafnrétti?
Hvernig bitnar skaðleg karlmennska á strákum og körlum?
Þorsteinn talar um hvað við getum gert sem einstaklingar til að hafa jákvæð áhrif á líf okkar og samferðafólks út frá hugmyndum um karlmennsku.
Þorsteinn er kennari og kynjafræðingur. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir fyrirlestra sína, pistla, greinaskrif og fræðslumiðlun á samfélagsmiðlum auk þáttagerðar um karlmennsku og jafnréttismál. Hann heldur úti hinu vinsælu hlaðvarpi Karlmennskan, þar sem hann ræðir karlmennsku, jafnrétti, ofbeldi, femínisma og ýmsar hliðar þessara mála við fólk úr ólíkum geirum.
Fyrirlesturinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga BHM þeim að kostnaðarlausu, en skráning hér er nauðsynleg.
Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.
Mánudaginn 31. janúar kl. 12:00-13:00 á Teams, skráning á hlekknum hér að neðan.
Við vekjum athygli á því að fyrirlestur Sólveigar Hjaltadóttur: „Lífeyrisréttindin þín“ er nú aðgengilegur á Námskeiðasíðu BHM.
Myndbandið er 50 mínútur í heild, fyrirlesturinn er 25 mínútur og svo svaraði Sólveig miklum fjölda spurninga í kjölfarið.
BHM semur um aðgang fyrir félagsmenn að fyrirtækjaskóla Akademias
BHM hefur samið við fræðslufyrirtækið Akademias um aðgang að rafrænum fyrirtækjaskóla þess fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM. Akademias er rafrænn vettvangur fyrir menntun og þjálfun sem býður upp á fjölda lengri og styttri námskeiða og námslína. Listi yfir námskeið í fyrirtækjaskóla eru neðar í þessum tölvupósti.
Fjórða iðnbyltingin og óskir félagsmanna
Það hefur verið stefna BHM út frá fjórðu iðnbyltingunni að auka rafræna fræðslu til félagsmanna. Aðstæður vegna heimsfaraldurs flýttu því ferli töluvert en undanfarin tvö ár hefur BHM lagt mikla áherslu á að bjóða upp á vandaða rafræna fræðslu. Lokaður rafrænn vettvangur fyrir námskeið og fyrirlestra var settur upp hér og hefur nýting námskeiða aukist til muna með tilkomu hans.
Jafnframt kom skýrt fram í nýlegri þjónustukönnun vegna fræðslu BHM að félagsmenn eru langánægðastir með að hafa aðgang að rafrænum námskeiðum þegar þeim hentar og að geta tekið þátt í námskeiðum í beinni hvar sem þeir eru staddir á landinu. Áhersla hefur því verið lögð á að taka upp námskeið og fyrirlestra og hafa aðgengilega í a.m.k. viku í kjölfarið á lokaða rafræna vettvangnum.
Samningur BHM og Akademias
Innifalið í samningnum er aðgangur að 39 rafrænum námskeiðum sem nú eru á vef Akademias auk annarra námskeiða sem bætast við hjá þeim á árinu. BHM fagnar samningnum því námskeiðin eru afar fjölbreytt og spennandi og mæta vel þeim óskum félagsmanna sem fram komu í fyrrnefndri þjónustukönnun. Hér neðar á síðunni er yfirlit yfir námskeiðin sem félagsmönnum standa til boða hjá Akademias. Þess má geta að ekki var samið um aðgang að Microsoft námskeiðum því samskonar námskeið voru aðgengileg öllum félagsmönnum á námskeiðasíðu BHM allt síðasta ár.
Hér er annar listi yfir þau námskeið sem eru á fræðsludagskrá BHM á þessu misseri. Á dagskrá eru fjölbreyttir fyrirlestrar og námskeið sem félagsmenn geta tekið þátt í í rauntíma en þó rafrænt vegna aðstæðna. Sem fyrr þá eru flest námskeið og fyrirlestrar tekin upp og aðgengileg í viku í kjölfarið, nema annað sé tekið fram.
Skráning í fyrirtækjaskóla Akademias
Þegar þú skráir þig færðu aðgang að öllum námskeiðum fyrirtækjaskóla Akademias út árið 2022. Samið var um pláss í samræmi við þann fjölda sem hefur nýtt sér námskeið á fræðsludagskrá BHM undanfarið ár.
Því er mikilvægt að hafa í huga að við skráningu þá skuldbindur þú þig til að sækja a.m.k. eitt námskeið hjá fyrirtækjaskóla Akademias.
Smelltu hér til þess að skrá þig í fyrirtækjaskóla Akademias með aðgangi í gegnum BHM. Þú færð svo tölvupóst með nánari upplýsingum og kóða til að skrá þig inn.
Menning og heilbrigði
Í leit að starfi (fyrir fráfarandi starfsfólk ) | |
Heildræn heilsa 1/3 – Andleg með Tolla | |
Heildræn heilsa 2/3 – Líkamleg með Indíönu | |
Heildræn heilsa 3/3 – Betri Svefn með Dr. Erlu | |
Stafræn umbreyting og leiðtogar | |
Mannauðsstjórnun og breytingar | |
Tilfinningagreind og hluttekning | |
Samskipti og samræður |
Öryggi og eftirlit
Jafnlaunavottun, námskeið fyrir starfsfólk | |
Innleiðing jafnlaunakerfa fyrir stjórnendur | |
Persónuvernd (GDPR fyrir fyrirtæki) | |
Netöryggi með Deliotte. (Fyrir einstaklinga) |
Leiðtoginn og skipulag
Aðferðafræði Coaching fyrir stjórnendur | |
Markmiðasetning með Dr. Erlu og Þóru | |
Tímastjórnun og skipulag funda | |
Stjórnun lykilverkefna með OKR | |
Stjórnarhættir minni og meðalstórra fyrirtækja | |
Stofnun fyrirtækja með KPMG | |
Verkefnastjórnun með ASANA | |
Verkefnastjórnun og skipulag | |
Leiðtoginn og stjórnunarstílar | |
Stefnumótun og skipulag | |
Stjórnarhættir og sjálfbærni fyrirtækja | |
Fjármál og fjármálalæsi | |
Fjárfestingar og virðisstjórnun |
Markmiðasetning og sala
Ofurþjónusta með Pétri Jóhanni | |
Sala á fyrirtækjamarkaði með Pipedrive | |
Tekjustýring og verðlagning | |
Almannatengsl, fjölmiðlar og krísustjórnun | |
Stjórnun markaðsstarfs | |
Sala og sölutækni | |
Markaðsstarf í kreppu | |
Markaðsrannsóknir og greiningar |
Stafræn markaðssetning
Myndvinnsla með Photoshop | |
Auglýsingakerfi Facebook og Instagram | |
Google Ads, auglýsingar á Google og Youtube | |
Vefverslun með Shopify | |
Vefsíðugerð með Squarespace | |
Póstlistar með Mailchimp |
Það skiptir máli að viðhalda og bæta við sig þekkingu á vinnumarkaði
BHM stendur fyrir öflugri fræðsludagskrá yfir árið sem allir félagsmenn aðildarfélaga BHM eiga möguleika á að sækja en námskeið eru kynnt á haustin og í janúar á ári hverju.
Hér fyrir neðan er kynnt fræðsludagskrá vormisseris, bæði fyrirlestrar og námskeið sem boðið er upp á í beinni útsendingu á Teams. Vinsamlegast athugið að takmarkað pláss er á sum námskeiðanna, í þeim tilvikum er opnað fyrir skráningar kl. 12:00 á hádegi tveim vikum fyrir áætlaðan námskeiðstíma og það auglýst. Öll námskeiðin verða einnig auglýst sérstaklega þegar nær dregur.
Gott er að athuga að vegna aðstæðna í samfélaginu eru flestir fyrirlestrarnir og námskeiðin í streymi en ætlunin er að hafa önnur í Borgartúni 6, um leið fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar svo einhverju nemi. Þegar hægt er þá eru námskeiðin tekin upp og gerð aðgengileg í eina viku eftir að námskeið hefur verið haldið á námskeiðasíðu BHM.
Fyrirlestrar sérfræðinga BHM
Á lokaðri námskeiðasíðu BHM (hér: námskeiðasíða BHM) eru upptökur af fyrirlestrum sem sérfræðingar BHM hafa haldið fyrir félagsmenn aðildarfélaga um t.d. einelti og áreitni, uppsagnir og áminningar og fleira.
Trúnaðarmannanámskeið
Trúnaðarmannanámskeiðin eru einnig vistuð á lokaðri námskeiðasíðu BHM (hér: námskeiðasíða BHM). Þau eru neðarlega á síðunni og vel merkt. Þar er að finna fjölda myndbanda, hlekkja og upplýsinga sem trúnaðarmenn þurfa að kunna skil á.
Fræðsludagskrá BHM vorið 2022
Rétt til að skrá sig á og sækja fyrirlestra og námskeið BHM hafa allir félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins. Hér fyrir neðan getur að líta dagskrá haustsins, smellið á heiti fyrirlestra til þess að lesa meira um þá.
Samningur við fræðslufyrirtæki árið 2022
Líkt og í fyrra verður einnig boðið upp á fjölda námskeið með samningi fræðslufyrirtæki en það verður kynnt sérstaklega á næstu dögum.
Fyrirlestur/námskeið | Dagsetning | Fyrirlesari | Skráningartímabil |
Framkoma og ræðumennska – staðnámskeið | Óákv. | María Ellingsen | Verður haldið þegar Covid smitum fækkar |
Lífeyrisréttindin þín – Landssamtök lífeyrissj.- TEAMS viðburður | 25. jan. 2022 | Sólveig Hjaltad. | Skrá mig |
Jákvæð karlmennska og jafnrétti – TEAMS viðburður | 31. jan. 2022 | Þorsteinn V. | Skrá mig |
Ráðstefnustjórn og tækifærisræður – Staðnámsk. | Óákv. | María Ellingsen | Verður haldið þegar Covid smitum fækkar |
Framkoma og ræðumennska – staðnámskeið II | Óákv. | María Ellingsen | Verður haldið þegar Covid smitum fækkar |
Seigla/streita – vinur í raun? – TEAMS viðburður | 16. feb. 2022 | Kristín Sigurðard. | Skrá mig |
Vinnustofa um hlutverk stjórnenda í breyttu umhverfi – TEAMS viðburður | 22. feb. 2022 | Eyþór Eðvarðsson | Skrá mig |
Meðvirkni á vinnustöðum – TEAMS viðburður | 8. mar. 2022 | Sigríður Indriðad. | Skrá mig |
Fjarvinna og samskipti – TEAMS viðburður | 15. mar. 2022 | Ingrid Kuhlman | Skrá mig |
Að selja vinnu sína og hæfni – TEAMS viðburður | 7. apr. 2022 | Herdís Pála | Skrá mig |
Verkefnastjórnun – námskeið með RATA – TEAMS viðburður | 26. apr. 2022 | Hafdís og Svafa | Skrá mig |
Hvatning og starfsánægja – fyrir stjórnendur – TEAMS viðburður | 18. maí 2022 | Ingrid Kuhlman | Skrá mig |
- Samtöl BHM við forystufólk stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga
- Við styðjum baráttu kennara fyrir bættum kjörum
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna sem taka til einstaklinga
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna
- Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur