HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Hópuppsagnir eða hreppaflutningar ?

Á fjölmennum fundi starfsmanna Fiskistofu,  þar sem fyrirhugaður flutningur stofnunarinnar var ræddur voru mættir fulltrúar þeirra stéttarfélaga sem starfsmenn stofnunarinnar tilheyra. Þungt hljóð var í fólki en meðal umræðuefna voru réttindi fólks til biðlauna, eftirlauna og uppsagnarfrests. Ástæður ákvörðunarinnar voru ofarlega í hugum fólks en þær virðast ekki ljósar.  Þær aðferðir sem viðhafðar hafa verið við ákvarðanatökuna voru harðlega gagnrýndar.   

Fundur starfsmanna Fiskistofu 1. júlí 2014 ályktar:

„Starfsmenn Fiskistofu og stéttarfélög þeirra gagnrýna harðlega ákvörðun um flutning Fiskistofu til Akureyrar. Fyrirhugaður flutningur er í raun lítið annað en dulbúin hópuppsögn fjölda reynslumikilla starfsmanna stofnunarinnar. Flutningurinn mun ekki einungis kippa fótunum undan starfsmönnum og fjölskyldum þeirra heldur mun einnig öll sú reynsla og þekking sem orðið hefur til hjá stofnuninni frá upphafi, tapast að miklu leyti. Það hafi nú þegar sýnt sig, bæði hér á landi og hjá nágrannaþjóðum okkar, að það tekur mörg ár að byggja slíka þekkingu upp að nýju. Starfsmenn mótmæla þessum gamaldags og harðneskjulegu aðferðum, þar sem fólki er skákað á milli kjördæmi í refskák stjórnmálanna í fálmkenndri viðleitni stjórnvalda til að fjölga störfum á landsbyggðinni. Bent hefur verið á raunhæfari og markvissari leiðir til þess, m.a. með því að staðsetja ný verkefni eða deildir úti á landi svo þær geti vaxið þar frá byrjun. Starfsmenn og stéttarfélög þeirra skora á stjórnvöld að endurskoða þessi áform sín og setja fram heilsteypta framtíðarsýn í þróun opinberrar stjórnsýslu.“

Kjarasamningur samþykktur við RÚV ohf.

KVH hefur nú gert nýtt samkomulag við Ríkisútvarpið ohf.  um breytingu og framlengingu á kjarasamningi aðila.  Samkomulagið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum  á fundi félagsmanna KVH sem starfa hjá RÚV ohf.  Gildistími þessa nýja samkomulags er til 28. febrúar 2015.

Kjarasamningur við RARIK

KVH, ásamt 5 öðrum félögum, hefur nú gert samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi við RARIK, með fyrirvara um samþykki þeirra félagsmanna sem undir samninginn heyra. Samningurinn var undirritaður 25. júní og er gildistími hans frá 1. janúar 2014 til 28. febrúar 2015. Samningurinn verður nú kynntur félagsmönnum sem undir hann heyra og í framhaldi af því mun atkvæðagreiðsla um hann eiga sér stað.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur