HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Orlofssjóður BHM

Sjóðfélagar í OBHM: Búið er að opna fyrir umsóknir á leigu á orlofshúsum eða íbúðum í útlöndum í sumar.

Til að sækja um er farið inn á bókunarvefinn.

Umsóknarfrestur rennur út sem hér segir:

  • Útlönd  á miðnætti 12. febrúar  2015, niðurstöður ættu að liggja fyrir um 13. febrúar.
  • Páskar   á miðnætti 26. febrúar 2015, niðurstöður ættu að liggja fyrir um 27. febrúar.
  • Sumarið innanlands 2015, 31. mars 2015, niðurstöður ættu að liggja fyrir um 1. apríl.

Minnt er á póstlista Orlofssjóðs BHM. Þar er hægt að fá sendar upplýsingar um lausa bústaði og íbúðir ásamt öðrum upplýsingum er tengjast sjóðnum.

Hátíðakveðja

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga sendir félagsmönnum sínum um land allt bestu jóla og nýárskveðjur, og óskir um farsæld á komandi ári.

Jólakveðja 2014 heimasíðu

Breytingar í stjórn BHM

Þær breytingar hafa orðið á stjórn BHM að Guðlaug Kristjánsdóttir lét af starfi formanns eftir að hafa gegnt því í sex og hálft ár, eins og komið hefur fram.  Við tók Páll Halldórsson, sem áður var varaformaður bandalagsins.  Formannaráð BHM kaus síðan  Guðfinnu Höllu Þorvaldsdóttur, varaformann í stað Páls.  Inn í stjórn BHM kemur, Birgir Guðjónsson, formaður KVH, en hann var áður  fyrsti varamaður.   Þannig verður skipan mála fram að næsta aðalfundi BHM næstkomandi vor.

Stjórn BHM skipa nú: Páll Halldórsson, formaður, Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir, varaformaður, Bragi Skúlason, ritari, Michael Dal, gjaldkeri, Alda Hrönn Jóhannsdóttir, Steinunn Bergmann og Birgir Guðjónsson.  Varamaður er Hanna Dóra Másdóttir.

Guðlaug hættir sem formaður BHM

Á fundi í gær tilkynnti formaður BHM, Guðlaug Kristjánsdóttir, að hún hafi ákveðið að láta af störfum. Við formannsembættinu tekur Páll Halldórsson varaformaður.

Sjá yfirlýsingu Guðlaugar hér

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur