Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Til félagsmanna KVH sem starfa hjá ríkisstofnunum
KVH hefur sent félagsmönnum sínum sem starfa hjá ríkisstofnunum tölvupóst þar sem greint er frá stöðu mála í kjarasamningaviðræðum við ríkið. Vinsamlegast sendið upplýsingar um rétt netfang á kvh@bhm.is hafir þú ekki fengið tölvupóstinn.
KVH mun eftir atvikum upplýsa félagsmenn sína um framgang samningaviðræðna og hvetur félagsmenn sem vilja tjá sig um kjaramálin að hafa samband, svo sem með því að senda póst til framkvæmdastjóra/skrifstofu félagsins. Kjarasamningamálin verða svo að sjálfsögðu til umræðu á aðalfundi félagsins, síðar í þessari viku.
Aðalfundur KVH
Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 2015, kl. 12:00 – 14:00, í aðalfundarsal BHM að Borgartúni 6, 3. hæð.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
- Reikningar félagsins
- Skýrslur og tillögur nefnda
- Tillögur félagsstjórnar
- Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalda
- Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins
- Önnur mál
Baráttufundur BHM – 5. mars 2015
BHM boðar til baráttufundar!
KVH hvetur félagsmenn sína, sem starfa hjá ríkinu, að fjölmenna á sameiginlegan baráttufund aðildarfélaga BHM sem haldinn verður í Austurbæ, fimmtudaginn 5. mars kl. 15. Á fundinum verður m.a. gerð grein fyrir stöðu kjarasamningaviðræðna við ríkið og fjallað um næstu skref.
Fjölmennum á fundinn og sýnum samstöðu!
Aðalfundur KVH
Aðalfundur KVH verður haldinn 19. mars n.k. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst síðar. Vakin er athygli á að skv. nýjum lögum KVH þarf framboð til embætta á aðalfundi að hafa borist stjórn fyrir 1. mars n.k. Tilkynning um framboð ásamt staðfestingu þess sem býður sig fram skal senda framkvæmdastjóra KVH fyrir áðurnefnda dagsetningu. (Sjá nánar um lög KVH á vefsíðu félagsins).
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur