Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Að loknu stefnumótunarþingi BHM
Stefnumótunarþing BHM var haldið föstudaginn 25. febrúar. Fulltrúar Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) tóku virkan þátt í starfi þingsins og við að móta nýja stefnu bandalagsins í þeim málaflokkum sem til umræðu voru. Meðal annars var lífeyrisstefna BHM uppfærð en sú vinna byggði á starfi vinnuhóps á vegum bandalagsins sem fulltrúi KVH hefur leitt síðustu mánuði. Fulltrúar KVH kynntu síðan niðurstöður eftirfarandi málefnahópa á þinginu sem voru: atvinnulíf og nýsköpun, húsnæðismál og menntamál og háskólamenntun. Nýja stefnu BHM má finna á vef bandalagsins.
Greitt hefur verið úr vísindasjóði KVH
Greitt var úr vísindasjóði KVH miðvikudaginn 16. febrúar 2022. Ef einhver átti rétt á greiðslu úr sjóðnum en af einhverjum ástæðum fékk ekki greitt má endilega hafa samband við skrifstofu KVH í síma 595-5140 eða á netfangið: kvh@bhm.is
Samkomulag við samninganefnd sveitarfélaga (SNS) varðandi bókun 3
Þann 1. febrúar 2022 var gengið frá samkomulagi við samninganefnd sveitarfélaga um útfærslu á bókun 3 í kjarasamningi SNS og KVH frá árinu 2020. Samkomulagið felur í sér hækkun á grunnröðun ásamt fækkun starfaflokka. Samkomulagið gildir frá 1. febrúar 2022. Bókun 3 má sjá hér að neðan:
Aðilar eru sammála um að verja allt að 1,5% til að ljúka endurskoðun starfaskilgreininga og launaröðunar, samkvæmt bókun 3 með kjarasamningi frá 2014. Í þeim kostnaði felast þær breytingar sem gerðar hafa verið á röðun starfsheita skv. sérákvæði I í þessum samningi og gilda frá 1. apríl 2016, ásamt viðbótarbreytingum sem aðilar munu ná samkomulagi um og gilda frá 1. júní 2018.
Hlutverk stjórnenda, ráðstefnustjórn og fyrirtækjaskóli Akademias
Hér að neðan má sjá auglýsingar fyrir næstu viðburði á vegum BHM og fyrirtækjaskóla Akademias sem félagsmönnum býðst að skrá sig í sér að kostnaðarlausu.
Á þessum hlekk má líka sjá yfirlit yfir næstu viðburði sem BHM býður upp á og skrá sig á það sem vekur áhuga.
Smelltu hér til að skrá þig á Hlutverk stjórnenda í breyttu umhverfi.
Hlutverk stjórnenda í breyttu umhverfi
Að mörgu að er hyggja þegar kemur að hlutverki stjórnenda í fjarvinnuumhverfi. Það er sem dæmi meiri áskorun að halda utan um starfsfólk og stjórna því og verkefnum í fjarvinnu en þegar unnið er á sama stað. Fjarvinna innifelur þá miklu breytingu fyrir stjórnendur að áherslan er á árangur en minna á viðveru eða verklag.
Meðal þess sem verður tekið fyrir er:
- Kostir og áskoranir fjarvinnu
- Að halda sameiginlegum takti í fjarvinnuumhverfi
- Að ræða mál, rökræða og gagnrýna
- Að skapa gagnkvæmt traust og aðhald
Þriðjudaginn 22. febrúar kl. 13.00-16:00 á Teams
Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, M.A. í vinnusálfræði.
Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.
Smelltu hér til að skrá þig á Ráðstefnustjórn og tækifærisræður – ATH. að það eru aðeins örfá sæti laus þegar þessi auglýsing er send.
Ráðstefnustjórn og tækifærisræður
miðvikudaginn 23. febrúar kl. 13:00-17:00 í Borgartúni 6
Öflugt námskeið til að auka sjálfstraust þitt í að standa fyrir framan stóran hóp af fólki og halda utan um fundi og ráðstefnur. Þú færð æfingu í grunnatriðum sem efla þig í framkomu; að styrkja líkamstjáningu, auka útgeislun, beita rödd og skerpa á framsögn.
Einnig tæknilega æfingu í hvernig þú ferð á svið – tengir við fundargesti og heldur athygli og hefur áhrif.
Athugli er vakin á því að takmarkað pláss er á námskeiðið, skráning er hafin og nokkur sæti enn laus.
Námskeiðið er staðnámskeið og verður haldið í Borgartúni 6 en ekki rafrænt. Það verður ekki tekið upp.
Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið
Smelltu hér til að skoða framboðið af námskeiðum og skrá þig í fyrirtækjaskólann.
Við minnum á fyrirtækjaskóla Akademias
– aðgangur er félagsmönnum að kostnaðarlausu
BHM hefur samið við fræðslufyrirtækið Akademias um aðgang að rafrænum fyrirtækjaskóla þess fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM.
Það hefur verið stefna BHM út frá fjórðu iðnbyltingunni að auka rafræna fræðslu til félagsmanna og bjóða upp á vandaða rafræna fræðslu.
Innifalið í samningnum er aðgangur að 39 rafrænum námskeiðum sem nú eru á vef Akademias auk annarra námskeiða sem bætast við hjá þeim á árinu.
Smelltu hér til að skoða framboðið af námskeiðum og skrá þig í fyrirtækjaskólann.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur