HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Orlofssjóður BHM

Eftirfarandi orlofskostir eru lausir frá næsta föstudegi í eina viku. Engir punktar eru teknir fyrir þennan tíma.

Bókunarvefurinn

orlof ágúst

Viðræður KVH við ríkið

Kjaraviðræðum KVH við ríkið verður haldið áfram nú um miðjan ágúst, í samræmi við samkomulag sem aðilar gerðu sín á milli í sumar.

Niðurstaða er komin í kjaradeilu 18 annarra aðildarfélaga BHM við ríkið, en hún var fengin með lagasetningu, hæstaréttardómi og úrskurði Gerðardóms.

KVH mun upplýsa félagsmenn sína sem vinna hjá ríkisstofnunum um framgang viðræðna, eftir því sem tilefni gefur.

Sumarlokun

Skrifstofa KVH verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 31. júlí til og með 7. ágúst.  Erindum sem berast á þeim tíma verður svarað frá og með mánudeginum 10. ágúst.

Menntun og ráðstöfunartekjur

Í Hagtíðindum, sem gefin eru út af Hagstofu Íslands, kemur fram að á Íslandi er minnstur munur ráðstöfunartekna milli háskólamenntaðra og þeirra sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun, samanborið við aðrar Evrópuþjóðir.  Árið 2014 voru ráðstöfunartekjur fólks með grunnmenntun 87,7% af ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra.  Miðgildi ráðstöfunartekna var á síðasta ári 345 þúsund á mánuði hjá háskólamenntuðum, en 303 þúsund hjá fólki með grunnmenntun.  Þegar skoðaður er samanburður fáein ár aftur í tímann, kemur í ljós að verulega hefur dregið saman með þessum hópum eða nærfellt um 10% frá árinu 2004.   KVH hefur eins og BHM í kjarasamningaviðræðum sínum við ríkið sérstaklega bent á þessa staðreynd og krafist þess að háskólamenntun verði metin að verðleikum til launa.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur