Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Frá samninganefnd KVH
Samningaviðræður KVH við ríkið um nýjan kjarasamning aðila halda enn áfram og hefur næsti fundur verið boðaður í byrjun næstu viku. Aðilar hafa skipst á tillögum og rætt ítarlega fjölmörg atriði kröfugerðar, en niðurstaða er enn ekki fengin. Félagsmenn KVH hjá ríkinu verða upplýstir um framgang mála eftir því sem hægt er, en félagið leggur mikla áherslu á að samningar náist sem allra fyrst.
Viðræður halda áfram
Samningaviðræður KVH og samninganefndar ríkisins héldu áfram í dag, þar sem lagðar voru fram nýjar tillögur um breytingar og framlengingu kjarasamnings aðila. Næsti fundur hefur verið boðaður 1. september n.k.
Ljósmyndasamkeppni Orlofssjóðs BHM
Sjóðfélagar OBHM:
Eins og kynnt var í Orlofsblaðinu í vor hefur verið ákveðið að efna til ljósmyndasamkeppni meðal sjóðfélaga OBHM. Þemað er annars vegar orlofsdvöl og hins vegar útivist. Valdar verða tvær bestu myndirnar og hljóta vinningshafar verðlaun í formi orlofsdvalar í leigukostum sjóðsins innanlands, helgi utan úthlutunartímabils.
Ákveðið hefur verið að skilafrestur ljósmynda sé 1. október 2015.
Ljósmyndum skal skila í tölvupósti til rekstrarstjóra OBHM á netfangið margret@bhm.is
Kjaraviðræður KVH við ríkið
Í júlí mánuði gerðu KVH og Samninganefnd ríkisins (SNR) samkomulag um stutta frestun samningaviðræðna yfir hásumarið meðan deila annarra 18 aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga var til úrskurðar hjá Gerðardómi, skv. lagasetningu þar um, og sömuleiðis málarekstur fyrir Hæstarétti.
Gerðardómur birti úrskurð sinn fyrir fáeinum dögum og í þessari viku héldu viðræður KVH og SNR áfram. Á samningafundi aðila í morgun var sú staða rædd sem komin er upp í kjölfar úrskurðar Gerðardóms, en hún er til skoðunar með hliðsjón af fyrri tillögum sem bæði KVH og SNR höfðu lagt fram í sumar. Fundurinn var á jákvæðum nótum og verður annar samningafundur í næstu viku, en KVH hefur lagt áherslu á að ljúka samningaviðræðum sem allra fyrst.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur