Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Samningaviðræður
KVH átti samningafund ásamt sex öðrum háskólafélögum við SNR síðdegis í dag, föstudag. Á þeim fundi skýrði SNR nánar þann rammasamning sem ríkið og flestir aðilar vinnumarkaðarins undirrituðu þ. 27. s.l. Samninganefnd KVH mun eiga næsta fund með SNR strax eftir helgi og er stefnt að því að ná samkomulagi um framlengingu kjarasamnings til ársloka 2018 með þeim launahækkunum sem rúmast innan þess ramma sem heildarsamkomulagið kveður á um. Greint verður nánar frá gangi mála, eftir því sem tilefni gefur til.
BHM fræðslan
KVH vill minna félagsmenn á BHM-fræðsluna (sjá dagskrá hér: BHM fræðslan)
2 námskeið verða í vikunni:
Trúnaðarmannafræðsla – hvað á trúnaðarmaður að gera og hvað ekki?
28.október 2015
- Staðsetning: BHM – Borgartún 6
- Tími: kl. 13:00 – 16:00
- Skráningar hér
Beyond Budgeting – bylting eða bóla?
29.október 2015
- Staðsetning: BHM – Borgartún 6
- Tími: kl. 11:30 – 13:00
- Skráningar hér
Samningar í sjónmáli ?
KVH og fulltrúar fimm annarra háskólafélaga áttu sameiginlega samningafund með Samninganefnd ríkisins (SNR) síðdegis í gær, fimmtudag. SNR gerði grein fyrir stöðu mála í öðrum viðræðum en þær eru langt komnar, viðræðum Salek hópsins sem nú standa yfir og því staðfasta markmiði SNR/ríkisstjórnar að ná samkomulagi allra aðila á vinnumarkaðinum um launaþróun til ársloka 2018.
Vel hefur miðað síðustu daga og má leiða líkum að því að samningum fari að ljúka, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Samninganefnd KVH er því nokkuð vongóð um að hægt verði að ná samningi á allra næstu dögum og bera undir félagsmenn.
Kjaraviðræður
Samningafundi KVH og ríkisins sem frestað var, verður haldið áfram í þessari viku. Þau stéttarfélög háskólamanna sem enn eiga í viðræðum við ríkið hafa jafnframt fundað sameiginlega sín á milli síðustu daga.
Í síðustu viku gerði ríkið nýjan kjarasamning við tvö af stærstu samböndum stéttarfélaga innan ASÍ, þ.e. Starfsgreinasambandið (með 19 aðildarfélög og um 50 þús félagsmenn) og Flóabandalagið svokallaða (Efling í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur). Að sögn formanns samninganefndar ríkisins varð kostnaðarauki þessara samninga um 28%, en þeir gilda til 31.mars 2019. Mat viðsemjenda var hins vegar ögn hærra eða tæplega 30%.
Verkföll SFR og sjúkraliða standa nú yfir og viðræður ríkisins við þau félög hafa átt sér stað að undanförnu undir stjórn ríkissáttasemjara. Náist fljótlega niðurstaða í þeim viðræðum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að ríkið geti samið við KVH og þau sex önnur háskólafélög sem enn eiga ósamið.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur