HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Kjarasamningur KVH við ríkið samþykktur

Niðurstaða liggur nú fyrir í atkvæðagreiðslu félagsmanna KVH á ríkisstofnunum, um Samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings KVH og fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, sem undirritað var þ. 10.nóv. s.l.   Niðurstaðan er afgerandi:  Alls greiddu 382 félagsmenn atkvæði og var svarhlutfall 82,3%.

Já sögðu 367, eða 96,1%.  Nei sögðu 10, eða 2,6%.  Fimm skiluðu auðu, eða 1,3%

 

KVH semur við ríkið

Samninganefnd KVH og ríkisins undirrituðu í gærkvöldi Samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila. Gildistími samningsins er frá 1. mars 2015 til 31. mars 2019. Meginmarkið KVH náðust, en þau voru að samningurinn fæli í sér sömu launahækkanir og Gerðardómur kvað á um vegna aðildarfélaga BHM,  fyrir fyrri hluta samningstímans, auk þess sem samningurinn er afturvirkur frá 1. mars s.l.  Launahækkanir síðari hluta gildistímans eru í samræmi við forsendur og yfirlýst markmið ríkis og flestra aðila vinnumarkaðarins, um sameiginlega launastefnu til ársloka 2018 og þá framtíðarsýn um meginstoðir nýs íslensks samningalíkans, sem stefnt er að.

KVH mun senda félagsmönnum sínum hjá ríkinu samninginn til kynningar á morgun, fimmtudag, auk nánari kynningar á honum. Stefnt er að því að rafræn atkvæðagreiðsla um hann hefjist síðdegis á fimmtudag og ljúki á hádegi n.k. mánudag þ. 16. nóv.   Verði samningurinn samþykktur munu launagreiðslur 1. desember taka mið af þessum nýja samningi.

Samningaviðræður við ríkið

Viðræður við ríkið:

Tveir samningafundir KVH og SNR hafa verið haldnir í vikunni, þ.e. síðast liðinn  þriðjudag og í dag fimmtudag,  og búið er að boða til framhaldsfundar á morgun, föstudag.   Aðilar hafa skipts á hugmyndum um lausn deilunnar, rætt ýmsar útfærslur og miðar viðræðum áfram.  Gert er ráð fyrir fundi strax eftir helgi, en KVH leggur mikla áherslu á að ná niðurstöðu í næstu viku.

Krafa í heimabanka ekki frá KVH

Fjöldi fyrirspurna hefur borist að undanförnu til KVH vegna kröfu FVH í heimabanka félagsmanna. Mikilvægt er að benda á að umrædd krafa er EKKI á vegum KVH heldur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH), sem er sjálfstætt fagfélag og KVH alveg óviðkomandi.

Félagsmenn KVH greiða sitt stéttarfélagsgjald mánaðarlega eins og sjá má á frádrætti á launaseðlum,  en félagsgjaldið er 0,6% af heildarlaunum og með því lægsta sem tíðkast.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur