Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Fjarvinna og samskipti – fyrirlestur
Fjarvinnu fylgja áskoranir, BHM býður því upp á fyrirlestur með Ingrid Kuhlman, sálfræðingi, um hvernig á að takast á við þær.
Hér er einnig hægt að skoða næstu viðburði á fræðsludagskrá BHM
Smelltu hér til að skrá þig á fyrirlesturinn
Fjarvinna og samskipti
Fyrirlestur með Ingrid Kuhlman á Teams þriðjudaginn 15. mars kl. 11:00-12:00
Það er ljóst að yfirstandandi heimsfaraldur hefur valdið straumhvörfum í því hvernig unnið er á vinnustöðum. Fjölmargir vinnustaðir líta nú á fjarvinnu sem raunhæfan valkost og hafa gert samninga við starfsfólk sitt sem fela í sér að ákveðnum hlutfalli vinnutímans megi verja í fjarvinnu. Ýmis samskiptatól og tækinýjungar styðja við þessa vegferð. Fjarvinna virðist því vera komin til að vera, sem er fagnaðarefni, en auðvitað er að mörgu að hyggja með breyttu vinnufyrirkomulagi.
- Hvernig er t.d. hægt að halda góðu sambandi við yfirmann og vinnufélaga?
- Hvernig hefur fjarvinna áhrif á teymisvinnu og félagsleg tengsl?
- Hvaða vandamál koma upp í fjarvinnuumhverfi og hvernig er
hægt að ráða fram úr þeim?
Þetta og fleira verður rætt í fyrirlestrinum.
Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Fyrirlesturinn er félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu. Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.
Orlofsblaðið er komið út
Orlofsblaðið, árlegt kynningar- og upplýsingarit Orlofssjóðs BHM, er komið út. Þar eru kynntir þeir orlofskostir sem sjóðfélögum standa til boða.
Orlofsblaðið 2022 er hægt að lesa hér.
Í sumar mun orlofssjóðurinn bjóða upp á 61 hús eða íbúðir innanlands í öllum landshlutum og um 670 leiguvikur.
Sjóðfélagar sem hug hafa á að nýta orlofskosti að sumri eru hvattir til að sækja um úthlutun. Vakin er sérstök athygli á að alltaf er töluverð hreyfing á þeim orlofskostum sem bjóðast eftir að úthlutun er lokið. Þeir sem sent hafa inn umsókn fyrir tíma- bilið geta þá bókað orlofskosti sem losna á undan öðrum sjóðfélögum sem ekki sóttu um. Bent er á svokölluð flakkarahús sem eru undanskilin út- hlutun, í tilviki þeirra hefur punktafjöldi ekki áhrif á möguleika sjóðfélaga til að fá þessi hús heldur ræður þar reglan „fyrstur bókar, fyrstur fær“.
Sjóðfélagar eru einnig hvattir til að fylgja Facebook-síðu sjóðsins því þar eru oft settar inn tilkynningar ef hús losna með stuttum fyrirvara.
Næstu viðburðir á Fræðsludagskrá BHM
Við hvetjum ykkur til að líta á næstu viðburði á Fræðsludagskrá BHM.
Meðvirkni á vinnustöðum
Sigríður Indriðadóttir, eigandi og þjálfari hjá SAGA Competence fer yfir hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig er skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi og svo verða kynntar einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla stjórnendur og starfsfólk til að byggja upp betri vinnustað.
Sigríður er mannauðsfræðingur og markþjálfi og býr yfir fjórtán ára reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar.
Þriðjudaginn 8. mars kl. 13:00-14:00 á 4. hæð í Borgartúni 6
Fyrirlestrinum verður einnig streymt á Teams, smelltu hér til að skrá þig.
Vinsamlegast athugið að fyrirlesturinn verður ekki tekinn upp
og því ekki hægt að horfa á hann síðar.
Framkoma og ræðumennska
Mánudaginn 14. mars kl. 13:00-17:00 í Borgartúni 6, 4. hæð
Stígðu inn í styrkinn þinn og lærðu að hafa áhrif á þessu skemmtilegt og praktíska námskeiði. Þar færð þú æfingu í grunnatriðum sem efla þig í ræðumennsku; að styrkja líkamstjáningu, auka útgeislun, beita rödd og skerpa á framsögn.
Þú lærir einfalda og markvissa uppbyggingu á ræðum og kynningum sem auðveldar þér að komast að kjarna málsins.
Leiðbeinandi er María Ellingsen leikari og stjórnendaþjálfari. Hún hefur mikla reynslu af m.a. skipulagningu viðburða og þjálfun fólks og hafa námskeið hennar notið vinsælda um árabil.
Athugli er vakin á því að takmarkað pláss er á námskeiðið, skráning er hafin og nokkur sæti enn laus, smelltu hér til að skrá þig.
Námskeiðið er staðnámskeið og verður haldið í Borgartúni 6 en ekki rafrænt. Það verður ekki tekið upp.
Námsstefna Ríkissáttasemjara
Fulltrúar Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sitja núna námsráðstefnu Ríkissáttasemjara til að undirbúa komandi kjarasamningsviðræður. Á námsstefnunni er m.a. farið yfir hvernig ákjósanlegast er að haga kjaraviðræðum, efnahagslegt samhengi kjarasamninga og leikreglur á vinnumarkaði. Vandaðar undirbúningur kjarasamningsgerðar er til þess fallinn að auka árangur í kjaraviðræðum.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur