HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Sjóðfélagar í Styrktarsjóði eða Sjúkrasjóði BHM athugið

Sjóðfélagar í Styrktarsjóði eða Sjúkrasjóði BHM athugið!

Umsóknir og gögn sem miðast við almanaksárið 2015 þurfa að berast rafrænt í síðasta lagi 9. desember næstkomandi. Sama gildir um gögn vegna umsókna sem þegar hafa borist.

Umsóknir eru sendar inn með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður BHM – þar má einnig sjá stöðu umsókna ef þið eruð í vafa um hvort þið hafið fengið greitt.

Nálgast má úthlutunarreglur á heimasvæði sjóðanna.

Styrkumsóknir eru afgreiddar í hverjum mánuði. Umsóknir og fullnægjandi gögn sem berast í síðasta lagi 9. eru greiddar út 24.-26. dag sama mánaðar.

Nánari upplýsingar gefa fulltrúar sjóðanna:

Ingunn Þorsteinsdóttir vegna Styrktarsjóðs (opinberir starfsmenn): Sími 595-5111

Benóný Harðarson  vegna Sjúkrasjóðs (starfsmenn á almennum markaði):  Sími 595-5120

KVH semur við OR

KVH undirritaði í dag Samkomulag um breytingu og framlengingu kjarasamnings við Orkuveitu Reykjavíkur, sameignarfyrirtæki, með fyrirvara um samþykki viðkomandi félagsmanna. Samningurinn verður kynntur hutaðeigandi n.k. föstudag og borinn undir atkvæði.

BHM fræðslan

 

Vegna gríðarlegrar eftirspurnar verður boðið upp á þriðja námskeiðið um núvitund í BHM-fræðslunni þann 2. desember n.k.

Núvitund – vellíðan og velgengni

  • Staðsetning: BHM – Borgartún 6
  • Tími: kl. 10:00 – 12:00
  • Skráning hér

Vonast er til að geta boðið upp á þetta námskeið aftur á vorönn.

BHM fræðslan

KVH vill minna félagsmenn á BHM-fræðsluna (sjá dagskrá hér: BHM fræðslan)

Vegna gríðarlegrar eftirspurnar verður boðið upp á auka námskeið um núvitund í BHM-fræðslunni þann 2. desember n.k.

Núvitund – vellíðan og velgengni

2.desember 2015

  • Staðsetning: BHM – Borgartún 6
  • Tími: kl. 12:30 – 14:30
  • Skráningar hér
Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur