HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Hádegisverðarfundur

Ert þú Örugg/ur í vinnunni? Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

BHM, Alþýðusamband Íslands, BSRB, Kennarasamband Íslands, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð efna til hádegisverðarfundar þar sem fjallað verður um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Hvar og hvenær: Hvammur, Grand Hótel Reykjavík kl. 11.45 til 13.00 þriðjudaginn 8. mars.

Boðið verður upp á hádegisverð og kostar hann 2.500 krónur.

  • Fundarstjóri verður Laufey E. Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands.
  • Kynbundin og kynferðisleg áreitni á vinnustað – Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB.
  • Kynbundið vald og vinnumarkaðurinn – Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
  • Er kynferðisleg áreitni óhjákvæmileg? – Finnborg Salome Steinþórsdóttir, doktorsnemi í kynjafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

 

 

Kjaraviðræður við sveitarfélögin

Enn standa yfir viðræður KVH og samninganefndar Sambands ísl. sveitarfélaga (SNS).  Gangur viðræðna hefur verið ágætur síðustu daga og fá efnisatriði sem útaf standa.  Því má ætla að styttast fari í niðurstöðu sem hægt verði að bera undir atkvæði félagsmanna.  KVH mun kynna það um leið og samkomulag verður í höfn.

 

Ráðstefna BHM

Bandalag háskólamanna stendur fyrir ráðstefnu á  Hilton Reykjavík Nordica 2. mars frá kl.9.00-10.30. Fundurinn er öllum opinn og er aðgangseyrir kr.2.500
Skráning hér.

bhm_myglusv_NET

 

Aðalfundur KVH

Aðalfundur KVH verður haldinn 18. mars n.k. og verður fundurinn auglýstur nánar síðar. Félagsmenn eru minntir á þau ákvæði 9. gr. laga KVH að tillögum um lagabreytingar skal skila til stjórnar KVH fyrir 15. febrúar n.k., og tilnefningum eða framboðum til embætta skal skila til stjórnar fyrir 1. mars n.k.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur