HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Kynningarfundir um lífeyrismál fyrir sjóðfélaga LSR

Kynningarfundir um lífeyrismál fyrir sjóðfélaga

Árlega eru haldnir kynningarfundir um lífeyrismál fyrir virka sjóðfélaga í  A- og B-deild LSR. Sjóðfélagar skrá sig fyrirfram á fundina. LSR mun halda kynningarfundi fyrir sjóðfélaga sem vilja fræðast um lífeyrismál; um uppbyggingu réttindakerfisins iðgjaldaskil, lífeyristökualdur og áætlaðar lífeyrisgreiðslur.

  • Hægt er að velja um tvær dagsetningar; miðvikudaginn 18. maí eða fimmtudaginn 19. maí. Fundir eru haldnir bæði að morgni til eða síðdegis: 8:30 – 10:00 eða 16:30 – 18:00.
  • Fundirnir eru haldnir í húsnæði LSR að Engjateigi 11 og bjóðum við upp á veitingar.
  • Nauðsynlegt er að skrá mætingu með því að hringja í síma 510-6100 eða senda tölvupóst á netfangið lsr@lsr.is og tilgreina nafn, kennitölu og val á tímasetningu.

 

Yfirlýsing frá BHM

BHM skorar á stjórn LÍN að afturkalla skerðingu á framfærslulánum til námsmanna erlendis

BHM lýsir áhyggjum af nýjum úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna  (LÍN) sem takmarka möguleika námsfólks til að afla sér menntunar utan landsteinanna. Nýju reglurnar, sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest, fela í sér allt að 20% skerðingu á framfærslulánum til námsmanna erlendis á skólaárinu 2016–17. Frekari skerðing er boðuð á næsta skólaári. BHM tekur undir með Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) sem hefur bent á að með nýju úthlutunarreglunum hafi fólk sem stundar nám erlendis orðið fyrir forsendubresti. Það hafi tekið ákvörðun um nám erlendis og gert áætlanir um það á grundvelli fyrri reglna en sjái nú fram á að forsendur þeirra séu brostnar. Að mati BHM er framkoma sjóðsins gagnvart þessum hópi óviðunandi. Bandalagið skorar á stjórn LÍN að afturkalla þá skerðingu sem nýju úthlutunarreglurnar fela í sér. Hætta er á að fjöldi námsmanna erlendis hrökklist frá námi vegna hennar. Slíkt yrði til mikils skaða fyrir íslenskt samfélag enda hefur sú fjölbreytta þekking sem námsmenn hafa í áranna rás aflað sér utan landsteinanna skilað því miklum ávinningi.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur