Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Málþing BHM
Kynningarfundir um lífeyrismál fyrir sjóðfélaga LSR
Kynningarfundir um lífeyrismál fyrir sjóðfélaga
Árlega eru haldnir kynningarfundir um lífeyrismál fyrir virka sjóðfélaga í A- og B-deild LSR. Sjóðfélagar skrá sig fyrirfram á fundina. LSR mun halda kynningarfundi fyrir sjóðfélaga sem vilja fræðast um lífeyrismál; um uppbyggingu réttindakerfisins iðgjaldaskil, lífeyristökualdur og áætlaðar lífeyrisgreiðslur.
- Hægt er að velja um tvær dagsetningar; miðvikudaginn 18. maí eða fimmtudaginn 19. maí. Fundir eru haldnir bæði að morgni til eða síðdegis: 8:30 – 10:00 eða 16:30 – 18:00.
- Fundirnir eru haldnir í húsnæði LSR að Engjateigi 11 og bjóðum við upp á veitingar.
- Nauðsynlegt er að skrá mætingu með því að hringja í síma 510-6100 eða senda tölvupóst á netfangið lsr@lsr.is og tilgreina nafn, kennitölu og val á tímasetningu.
Orlofssjóður BHM
Á bókunarvef Orlofssjóðs BHM er hægt að skoða/bóka þá orlofskosti sem eru lausir í sumar.
KVH vill jafnframt minna félagsmenn á póstlista Orlofssjóðs BHM.
Yfirlýsing frá BHM
BHM skorar á stjórn LÍN að afturkalla skerðingu á framfærslulánum til námsmanna erlendis
BHM lýsir áhyggjum af nýjum úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) sem takmarka möguleika námsfólks til að afla sér menntunar utan landsteinanna. Nýju reglurnar, sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest, fela í sér allt að 20% skerðingu á framfærslulánum til námsmanna erlendis á skólaárinu 2016–17. Frekari skerðing er boðuð á næsta skólaári. BHM tekur undir með Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) sem hefur bent á að með nýju úthlutunarreglunum hafi fólk sem stundar nám erlendis orðið fyrir forsendubresti. Það hafi tekið ákvörðun um nám erlendis og gert áætlanir um það á grundvelli fyrri reglna en sjái nú fram á að forsendur þeirra séu brostnar. Að mati BHM er framkoma sjóðsins gagnvart þessum hópi óviðunandi. Bandalagið skorar á stjórn LÍN að afturkalla þá skerðingu sem nýju úthlutunarreglurnar fela í sér. Hætta er á að fjöldi námsmanna erlendis hrökklist frá námi vegna hennar. Slíkt yrði til mikils skaða fyrir íslenskt samfélag enda hefur sú fjölbreytta þekking sem námsmenn hafa í áranna rás aflað sér utan landsteinanna skilað því miklum ávinningi.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur