Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Atvinnuleysi í apríl
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var atvinnuleysi í apríl s.l. 4,9% á landinu öllu. Þessi niðurstaða byggir á úrtaksrannsókn 1.214 einstaklinga á aldrinum 16-74 ára.
Hins vegar mælist skráð atvinnuleysi 2,5% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, sem byggir á skráningum atvinnuleitenda. Fjöldi atvinnulausra á skrá var alls 4.601, en þar af voru háskólamennaðir 1.176. Af þeim voru viðskiptafræðingar alls 137 og hafði þeim fækkað um 37% frá sama tíma árið áður.
Fulltrúar KVH í stjórn og nefndum BHM
Á aðalfundi BHM 19. maí s.l. var kosið í þau sæti sem laus voru í stjórn BHM, ráðum og nefndum bandalagsins. Nú eru eftirtaldir félagar KVH í þessum nefndum:
Stjórn BHM: Guðfinnur Þór Newman
Skoðunarmaður reikninga BHM: Gunnar Gunnarsson
Stýrihópur um fag- og kynningarmál: Ragnheiður Ragnarsdóttir
Sjúkrasjóður BHM: Hjálmar Kjartansson
Starfsmenntunarsjóður BHM: Halla Sigrún Sigurðardóttir
Orlofssjóður BHM: Gunnar Gunnarsson
Skrifstofa KVH lokuð 19. maí
Skrifstofa KVH verður lokuð í dag, fimmtudaginn 19. maí, vegna aðalfundar BHM.
Málþing BHM
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur