HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Samstöðufundur á kvennafrídaginn.

Mánudaginn 24. október verður blásið til samstöðufundar á Austurvelli, kl. 15:15, undir kjörorðinu „kjarajafnrétti strax“.  Að fundinum standa m.a. samtök launafólks og fjölmörg samtök kvenna.  Sjá nánar vefsíðu BHM:  http://www.bhm.is/frettir/kjarajafnretti-strax.

Samtal við stjórnmálaflokka – hádegisfundir

BHM efnir til opinna hádegisfunda fyrir félagsmenn aðildarfélaganna með fulltrúum stjórnmálasamtaka sem bjóða fram á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Þessir fundir verða haldnir í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 4. hæð, næstu daga.

Sjá nánar á vefsíðu BHM.  Ath. skrá þarf þátttöku á vef BHM.

Umsögn KVH um frumvarp vegna lífeyrismála

KVH hefur sent fjárlaganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1977.  Í umsögninni kemur m.a. fram að KVH lýsir yfir stuðningi við þau meginmarkmið að koma á samræmdu og sjálfbæru lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn, enda verði núverandi réttindi tryggð, auk þess sem jöfnun launa háskólamanna á almennum og opinberum markaði fylgi í kjölfarið.

Hins vegar setur KVH fram gagnrýni á nokkur atriði frumvarpsins sem mikilvægt er að lagfæra áður en frumvarpið verður afgreitt.  Umsögnina má sjá á vef Alþingis á þessari vefslóð: http://www.althingi.is/altext/erindi/145/145-2218.pdf. 

Einnig hefur BHM sent frá sér umsögn og fréttatilkynningu um málið, sjá nánar fréttir á vefsíðu BHM.

Fundur á Akureyri um lífeyrismál

Á morgun, föstudaginn 30. september, efnir BHM til opins upplýsingafundar á Akureyri um stöðu lífeyrismála opinberra starfsmanna fyrir félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins norðan heiða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kynnir samkomulag um breytt fyrirkomulag lífeyrismála opinberra starfsmanna og svarar spurningum fundarmanna. Fundurinn verður haldinn kl. 14 – 15:30 í hátíðasal Háskólans á Akureyri (N101) að Sólborg við Norðurslóð.

 

 

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur