Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Samkomulag BHM og SA
Hlutaðeigandi aðildarfélög BHM og Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá samkomulagi um breytingu á gr. 6.7.1 í kjarasamningi aðila. Samkomulagið felur í sér að lífeyrismótframlag atvinnurekenda hækkar til samræmis við það sem nú gildir almennt á almennum vinnumarkaði.
Þannig hækkar mótframlag atvinnurekenda á þessu ári úr 8% í 8,5%. Frá 1. júlí 2017 verður það 10% og loks 11,5% frá 1. júlí 2018. Starfsmaður greiðir hins vegar sjálfur 4% eins og áður.
Um skiptingu gjaldsins í samtryggingarsjóð og séreignasjóð fer skv. lögum um lífeyrissjóði og eftir atvikum eftir samþykktum hlutaðeigandi lífeyrissjóða.
Þetta samkomulag er jafnframt liður í yfirstandandi vinnu samningsaðila við að endurskoða gildandi kjarasamning.
Sjóðfélagar í Styrktarsjóði eða Sjúkrasjóði BHM athugið
Umsóknir og gögn sem miðast við almanaksárið 2016 þurfa að berast í síðasta lagi 9. desember næstkomandi. Sama gildir um gögn vegna umsókna sem þegar hafa borist.
Umsóknir eru sendar inn með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður BHM
Nánari upplýsingar gefa fulltrúar sjóðanna:
- Ingunn Þorsteinsdóttir vegna Styrktarsjóðs (opinberir starfsmenn): Sími 595-5111
- Benoný Harðarson vegna Sjúkrasjóðs (starfsmenn á almennum markaði): Sími 595-5120
Samstöðufundur á kvennafrídaginn.
Mánudaginn 24. október verður blásið til samstöðufundar á Austurvelli, kl. 15:15, undir kjörorðinu „kjarajafnrétti strax“. Að fundinum standa m.a. samtök launafólks og fjölmörg samtök kvenna. Sjá nánar vefsíðu BHM: http://www.bhm.is/frettir/kjarajafnretti-strax.
Samtal við stjórnmálaflokka – hádegisfundir
BHM efnir til opinna hádegisfunda fyrir félagsmenn aðildarfélaganna með fulltrúum stjórnmálasamtaka sem bjóða fram á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Þessir fundir verða haldnir í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 4. hæð, næstu daga.
Sjá nánar á vefsíðu BHM. Ath. skrá þarf þátttöku á vef BHM.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur