Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Umsögn KVH til efnahags- og viðskiptanefndar
KVH hefur gagnrýnt fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á lögum um A-deild LSR, meðal annars á grundvelli úttektar / skýrslu sem félagið lét vinna og áður hefur verið kynnt. Skýrsluna vann Dr. Oddgeir Ottesen og fjallar hún m.a um forsendur og útreikninga sem lágu til grundvallar bæði samkomulaginu frá 19. september og frumvarpinu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.
KVH sendi umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar og mætti auk þess á fund nefndarinnar til fylgja á eftir sjónarmiðum sínum.
Megin niðurstaða KVH er að markmiðum samkomulagsins og frumvarpsins verður ekki náð, þar sem ekki er sýnt fram á að nægar bætur komi í stað þeirra skerðinga sem frumvarpið hefur í för með sér. Ekki er skýrt hvernig ríkið ætlar að efna loforð um að réttindi núverandi sjóðfélaga verði jafnverðmæt eftir þær breytingar sem frumvarpið felur í sér.
Umsögnina á sjá á vef alþingis: http://www.althingi.is/altext/erindi/146/146-67.pdf
Óvissa um lífeyrisréttindi í LSR
Umtalsverð kjaraskerðing og óvissa um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna, ef fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á lögum um LSR verður samþykkt.
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga leitaði til Dr. Oddgeirs Á. Ottesen, hjá Integra ráðgjöf, um mat á forsendum og útreikningum sem lágu til grundvallar Samkomulagi ríkis og heildarsamtaka opinberra starfsmanna frá 19. september s.l. um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna, og frumvarpi til laga um breytingar á lögum nr.1/1997 um LSR, en þar er m.a. gert ráð fyrir tilteknu fjármagni í lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð. Yfirlýst markmiðið aðila að samkomulaginu er að samræma lífeyriskerfið í landinu en tryggja um leið áunnin lífeyrisréttindi sem opinberir starfsmenn hafa.
Niðurstaða dr. Oddgeirs er m.a. sú að fjárhæð varúðarsjóðsins sé alltof lág til að sjóðurinn geti tryggt núverandi sjóðfélögum réttindi sín og réttindaávinnslu. Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar telur stjórn KVH að verði frumvarpið óbreytt að lögum muni það fela í sér umtalsverða kjaraskerðingu fyrir sjóðfélaga A-deildar LSR og aukna óvissu um verðmæti réttinda þeirra.
Þessi niðurstaða er ákaflega mikilvæg og nauðsynlegt innlegg í umræður um frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi og verður mögulega afgreitt fyrir áramót. Hér eru í húfi gríðarlegir hagsmunir opinberra starfsmanna.
Skýrsluna má lesa hér.
Sjóðfélagar í Styrktarsjóði eða Sjúkrasjóði BHM athugið
Vegna bilunar í tölvubúnaði hafa Mínar síður á vef BHM (bhm.is) að mestu legið niðri undanfarinn sólarhring. Viðgerð er nú lokið og geta félagsmenn skráð sig inn á Mínum síðum, skoðað upplýsingar, sent inn umsóknir og gögn o.s.frv.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi bilun hefur valdið.
Áður auglýstur frestur til að skila umsóknum og fylgigögnum til Styrktarsjóðs og Sjúkrasjóðs BHM hefur verið framlengdur til og með 11. desember nk.
Athugið að ekki er veittur tiltekinn frestur (tiltekin dagsetning) til að skila umsóknum og fylgigögnum til Starfsmenntunarsjóðs og Starfsþróunarseturs háskólamanna.
Samkomulag BHM og SA
Hlutaðeigandi aðildarfélög BHM og Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá samkomulagi um breytingu á gr. 6.7.1 í kjarasamningi aðila. Samkomulagið felur í sér að lífeyrismótframlag atvinnurekenda hækkar til samræmis við það sem nú gildir almennt á almennum vinnumarkaði.
Þannig hækkar mótframlag atvinnurekenda á þessu ári úr 8% í 8,5%. Frá 1. júlí 2017 verður það 10% og loks 11,5% frá 1. júlí 2018. Starfsmaður greiðir hins vegar sjálfur 4% eins og áður.
Um skiptingu gjaldsins í samtryggingarsjóð og séreignasjóð fer skv. lögum um lífeyrissjóði og eftir atvikum eftir samþykktum hlutaðeigandi lífeyrissjóða.
Þetta samkomulag er jafnframt liður í yfirstandandi vinnu samningsaðila við að endurskoða gildandi kjarasamning.
- Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks fundar um heilbrigðismál
- Samtöl BHM við forystufólk stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga
- Við styðjum baráttu kennara fyrir bættum kjörum
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna sem taka til einstaklinga
- Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur