Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.
Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.
KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.
Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.
Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.
Föstudaga 9:00-12:00.
Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is
Efst á baugi
Starfslokanámskeið Brú lífeyrissjóður
Starfslokanámskeið: Brú lífeyrissjóður heldur námskeið fyrir sjóðfélaga um lífeyrisréttindi við starfslok í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík miðvikudaginn 17. maí næstkomandi.
Skráning og nánari upplýsingar hér
Kynningarfundur um breytingar á A-deild LSR
Aðalfundur
Aðalfundur KVH var haldinn 23.mars. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins, samþykkt reikninga og fjárhagsáætlunar, fór fram kosning í embætti. Formaður til tveggja ára var kosinn Birgir Guðjónsson, gjaldkeri til tveggja ára Helga S. Sigurðardóttir og meðstjórnandi til tveggja ára Stefán Þór Björnsson. Fyrir í aðalstjórn eru þau Ragnheiður Ragnarsdóttir ritari og Guðfinnur Þór Newman meðstjórnandi.
Í varastjórn til eins árs voru kosnir Hjálmar Kjartansson, Sæmundur Árni Hermannsson og Einar Geir Jónsson. Skoðunarmenn reikninga til tveggja ára voru kosin Halla S. Sigurðardóttir og Jóngeir Hlinason.
„Brúum bilið“ – opinn fundur fag- og kynningarmálanefndar BHM
Fag- og kynningarmálanefnd BHM efnir til opins fundar fyrir félagsmenn hinn 5. apríl nk. um þjónustu bandalagsins og aðildarfélaga við félagsmenn sem komnir eru á eftirlaunaaldur. Yfirskrift fundarins er „Brúum bilið! – þjónusta BHM og aðildarfélaga við félagsmenn sem komnir eru á eftirlaunaaldur“.
Fundurinn fer fram í húsakynnum BHM, Borgartúni 6, 3. hæð, kl. 11:30–13:00.
Dagskrá og skráning hér.
Félagsaðild
Í boði er meðal annars:
- Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
- Starfs- og endurmenntunarstyrkir
- Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
Námsmannaaðild
Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:
- Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
- Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
- Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur