HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


BHM fræðslan

Veist þú hvaða reglur gilda um styrki úr viðkomandi sjóðum BHM?

Næstkomandi fimmtudag, 28. september, verður kynning á sjóðum BHM þar sem m.a. verður farið yfir úthlutunarreglur sjóðanna. Kynningin fer fram í húsakynnum BHM kl. 12:00 – 13:00. Vinsamlegast skráið þátttöku hér.

Athugið að kynningin verður streymt á streymissíðu BHM. Ekki þarf að skrá þátttöku til að geta fylgst með streyminu.

BHM-fræðslan haustönn 2017

Hér má nálgast fræðsludagskrá BHM fyrir komandi haustönn.

Opnað verður fyrir skráningu á námskeiðin á heimasíðu BHM kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 1. september nk. Fjöldi þátttakenda er yfirleitt takmarkaður og gildir því reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Öll námskeiðin verða kennd í húsakynnum BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík, 3. hæð. Athugið að flestum námskeiðanna verður jafnframt streymt á streymissíðu BHM.

Hækkun mótframlags í lífeyrissjóði

KVH og önnur stéttarfélög BHM sem aðild eiga að sameiginlegum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins gerðu samkomulag s.l. haust við SA um breytingu á kjarasamningi. Hún fólst í sambærilegri hækkun iðgjalda í lífeyrissjóði og um var samið hjá öðrum launþegum á almennum vinnumarkaði.

Framlag launagreiðanda hækkar frá 1. júlí 2017 og verður 10% í stað 8% áður. Þá hækkar framlagið aftur þ. 1. júlí 2018 um 1,5% og verður 11.5%, eins og hjá starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga.

Þessa viðbót geta sjóðfélagar ráðstafað í séreignarsparnað, svokallaða tilgreinda séreign, í stað samtryggingar, í samræmi við lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Sjóðfélagar sjálfir þurfa að ákveða hvort viðbótariðgjaldið renni í tilgreinda séreign og þá hjá hvaða lífeyrissjóði, ella rennur það í samtryggingarhluta sjóðanna.

Fjármálaeftirlitið hefur nýverið vakið athygli lífeyrissjóða á þeirri skyldu þeirra að upplýsa sjóðfélaga um rétt þeirra til að ráðstafa framangreindum séreignarhluta iðgjalds, og beint þeim tilmælum til lífeyrissjóða að yfirfara heimasíður sínar og leiðrétta ónákvæmar eða villandi upplýsingar um framangreint.

Starfslokanámskeið Brú lífeyrissjóður

Starfslokanámskeið: Brú lífeyrissjóður heldur námskeið fyrir sjóðfélaga um lífeyrisréttindi við starfslok í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík miðvikudaginn 17. maí næstkomandi.

Skráning og nánari upplýsingar hér

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur