HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


BHM fær aðild að Norræna verkalýðssambandinu

Stjórn Norræna verkalýðssambandsins (Nordens fackliga samorganisation – NFS) samþykkti á fundi sínum í morgun umsókn Bandalags háskólamanna um aðild að sambandinu. Þar með bætist BHM í hóp 15 heildarsamtaka launafólks frá öllum Norðurlöndunum með um 9 milljónir félagsmanna innan sinna raða, en hlutverk NFS er að stuðla að nánu samstarfi milli aðildarsamtaka þess og standa að sameiginlegri hagsmunagæslu. Með aðildinni fær BHM möguleika á að fylgjast með og hafa áhrif á þróun vinnumarkaðar á Norðurlöndum og í Evrópu.

Norræna verkalýðssambandið var stofnað árið 1972 og er samstarfsvettvangur 16 heildarsamtaka launafólks frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Þrenn íslensk heildarsamtök eiga aðild að sambandinu: ASÍ, BHM og BSRB. NFS er viðurkenndur fulltrúi norræns launafólks á vettvangi Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar og gegnir ráðgjafarhlutverki gagnvart þessum aðilum. Þá hafa samtök innan NFS víðtækt samráð og samstarf er varðar málefni evrópsks vinnumarkaðar og á vettvangi Evrópusambands verkalýðsfélaga (ETUC). Enn fremur tekur NFS þátt í samstarfi við verklýðshreyfingu í Eystrasaltsríkjunum og gegnir samræmingarhlutverki gagnvart Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO), Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga (ITUC) og Ráðgjafarnefnd verkalýðshreyfingarinnar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (TUAC). Samhliða aðildinni að NFS hefur BHM sótt um aðild að ETUC, ITUC og TUAC.

Aðalfundur KVH

Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 15. mars 2018, kl. 12:00 – 13:30, í aðalfundarsal BHM að Borgartúni 6, 3. hæð.

Dagskrá:

Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári

Reikningar félagsins

Skýrslur og tillögur nefnda

Tillögur félagsstjórnar

Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf

Lagabreytingar

Ákvörðun félagsgjalda

Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins

Önnur mál

Kosningar: Á þessum aðalfundi skal skv. lögum félagsins kjósa tvo aðalmenn, þ.e. ritara og meðstjórnanda. Að auki skal kjósa þrjá varamenn í stjórn til eins árs. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér með lögmætum fyrirvara til þessara embætta og eru því sjálfkjörnir:

Til ritara: Ragnheiður Ragnarsdóttir.

Til meðstjórnanda: Guðfinnur Þór Newman.

Til varastjórnar: Hjálmar Kjartansson, Sæmundur Árni Hermannsson og Björn Bjarnason.

Lagabreytingar: Stjórn KVH leggur fram eftirtaldar tillögur til lagabreytinga:

Að í lok annarrar málsgreinar 10.greinar laganna, um stjórn og félagsfundi, bætist við svohljóðandi setning: „Kjósa skal um hvert embætti fyrir sig.”   Málsgreinin í heild hljóði þannig:    “Kjöri aðalmanna í stjórn félagsins skal haga þannig að aldrei sé skipt um alla stjórnarmenn í einu. Þannig skal kjósa til embættis formanns, gjaldkera og eins meðstjórnanda á sama aðalfundi og svo til embættis ritara og eins meðstjórnanda á þeim næsta. Kjósa skal um hvert embætti fyrir sig.”

Að 16.grein laganna, um samninganefnd, verði einfölduð og færð til samræmis við núgildandi framkvæmd. Greinin hljóði því svona:

Umboð til að gera kjarasamninga í nafni félagsins er hjá samninganefndum þess. Stjórn skipar í samninganefndir félagsins og formann hverrar nefndar fyrir sig. Samninganefnd skipar fulltrúa í samninganefndir sem eru sameiginlegar með öðrum aðilum.   Verkefni samninganefndar eru:

  1. a) Að undirbúa kröfugerð félagsins vegna kjarasamningaviðræðna.
  2. b) Að sjá um framkvæmd viðræðna og annarra samskipta við viðsemjendur.
  3. c) Að ganga frá kjarasamningum og undirrita þá með fyrirvara um samþykki þeirra félagsmanna sem undir samninginn heyra.
  4. d) Að kynna félagsmönnum kjarasamning og sjá um að þeir sem samningur nær til fái kynningu á ákvæðum hans og áhrifum.
  5. e) Að sjá um að samningar séu bornir undir atkvæði viðkomandi félagsmanna.
  6. i) Framkvæmdastjóri KVH og/eða starfsmenn félagsins sitja í samstarfsnefndum með viðsemjendum til að fjalla um ágreining ef upp kemur um túlkun á kjarasamningi, réttindum eða framkvæmd aðalkjarasamnings, auk þess að fylgja eftir bókunum kjarasamninga.

Allir kjarasamningar sem gerðir eru í nafni KVH skulu undirritaðir af samninganefnd félagsins. “

Orlofssjóður BHM

Nú í vikunni gaf Orlofssjóður BHM (OBHM) út orlofsblaði fyrir árið 2018. Orlofsblaðið mun berast sjóðfélögum í bréfpósti auk þess sem finna má blaðið hér.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu OBHM.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur