HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Orlofssjóður BHM

Nú í vikunni gaf Orlofssjóður BHM (OBHM) út orlofsblaði fyrir árið 2018. Orlofsblaðið mun berast sjóðfélögum í bréfpósti auk þess sem finna má blaðið hér.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu OBHM.

Greiðsla úr Vísindasjóði KVH

Þeir félagsmenn KVH sem aðild eiga að Vísindasjóði KVH fengu greiddan út styrk vegna ársins 2017, þann 5. febrúar s.l. Samkvæmt reglum sjóðsins er greitt út í febrúar á ári hverju.  Ekki tókst að greiða öllum sem aðild eiga að sjóðnum í fyrstu umferð, þar sem bankaupplýsingar vantaði frá nokkrum félagsmönnum. Þeir fá póst með ósk um að senda KVH þær upplýsingar.

Þeir sem aðild eiga að Vísindasjóði KVH eru félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningum KVH og Sambands ísl. sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar. Aðild að  Vísindasjóði KVH er valkvæð fyrir almenna vinnumarkaðinn og þeir félagsmenn sem samið hafa í ráðningarsamningi við vinnuveitanda um framlög í Vísindasjóðinn, eiga hér einnig hlut að máli.

Fræðsludagskrá BHM á vorönn 2018

Hér má nálgast fræðsludagskrá BHM á vorönn 2018.

Skráning fer að venju fram á vef BHM og verður opnað fyrir hana kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 30. janúar nk.

Staðan á vinnumarkaði

Staðan á vinnumarkaði

Nú standa yfir óformlegar viðræður stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, þar á meðal BHM, um aukið samstarf til að stuðla að því að kjarasamningar skili raunverulegum ávinningi. Á sama tíma eru stærstu aðilar á vinnumarkaði að meta hvort forsendur kjarasamninga, sem gilda til ársloka 2018, hafi staðist.  Auk þess eru 17 aðildarfélög BHM með lausa kjarasamninga við ríkið og nokkur fjöldi annarra stéttarfélaga eru einnig með lausa samninga við sína viðsemjendur.

KVH fylgist grannt með þessari stöðu og mögulegri framvindu. Engir kjarasamningar KVH eru lausir.  Kjarasamningur KVH og SA er ótímabundinn, og kjarasamningar KVH við Ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga gilda allir til 31.mars 2019.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur